Myndhöfundaréttur - í allra þágu!

 

Afnot af höfundarétti er tvíþætt - önnur hliðin snýr að höfundinum en hin hliðin að almenningi - neytandanum.

 

Til þess að gera afnotin aðgengilegri hafa höfundar stofnað með sér samtökin Myndstef.

 

Þeirra hlutverk er annars vegar að auðvelda almenningi aðgang að verkum höfunda og hins vegar að semja um sanngjarna þóknun fyrir afnotin.

 

Takmörkuð starfsemi á skrifstofu Myndstefs

23. 10.2017

 

Vakin er athygli á því að takmörkuð starfsemi er á skrifstofu Myndstefs dagana 23. október til og með 8. nóvember.

 

Hvorki er hægt að ná í samtökin í gegnum síma né á skrifstofunni í Hafnarstræti, en hægt er að senda fyrirspurn á netfangið myndstef@myndstef.is. Reynt verður að svara og leysa brýnustu málin sem berast. Athugið að þessi takmörkun nær ekki yfir lögfræðilega aðstoð, sem er enn opin milli kl 9 og 12 alla föstudaga. Hægt er að senda lögfræðingi Myndstefs fyrirspurn á anna@myndstef.is.

 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

 

 

Styrkþegar Myndstefs 2017

21.10.2017

 

Fimmtudaginn 19. október var úthlutað verkefnastyrkjum og ferða-og menntunarstyrkjum Myndstefs. Styrkafhendingin fór fram í SÍM salnum, Hafnarstræti 16. Myndstef þykir sönn ánægja að greina frá því að Myndstef hefur veitt tæplega 100 milljónir í styrki til myndhöfunda í hin ýmsu verkefni á síðustu 15 árum. Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru greiðslur til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum en eitt af hlutverkum samtakanna er að koma þeim greiðslum til myndhöfundanna, meðal annars í formi styrkja.

 

Í ár var töluverð fjölgun á umsóknum styrkja, eða nánast tvöföldun. Það má m.a. rekja til þess að umsóknarferlið var gert rafrænt í fyrsta sinn. Að þessu sinni sóttu 99 um verkefnastyrk og hlutu 15 umsækjendur styrk að upphæð 300.000 kr. hver. 50 umsóknir um ferða-og menntunarstyrk bárust en 10 umsækjendur hlutu styrk að upphæð 150.000 kr. hver. Í úthlutunarnefnd Myndstefs sátu; Anna Karen Jörgensdóttir (Hönnunarmiðstöðin), Hrólfur Karl Cela (Arkitektafélag Íslands) og Silja Rut Thorlacius (Ljósmyndarafélag Íslands).

 

 

 

Styrkþegar verkefnastyrkja 2017

Eftirtaldir aðilar hlutu verkefnastyrk að upphæð 300.000 kr. hver.

Anna Gunnarsdóttir, vegna einkasýningar í Ástralíu.

Birta Guðjónsdóttir, vegna verkefnisins "Sjónháttafræði - Visiology: Útgáfa um hugmyndafræði og listsköpun Bjarna H. Þórarinssonar" (vinnuheiti).

Bjarni Hinriksson, vegna útgáfu myndasögunnar "Hildings saga hálfmána".

Brynhildur Pálsdóttir, Theresa Himmer og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir, vegna verkefnisins "Knowing the Ropes".

Gísli Baldvin Björnsson, vegna útgáfu bókarinnar "Lokaorð og skissur" (vinnuheiti).

Hlynur Hallsson vegna einkasýningarinnar "ALLTSAMAN - DAS GANZE -ALL OF IT" í Kunstraum Munchen í Þýskalandi.

Inga Sólveig Friðjónsdóttir, vegna útgáfu bókar um íslenska samtímaljósmyndun á tb. 1975-2015.

Jóní Jónsdóttir, vegna verkefnisins „Psychography-Sálnasafn“ eftir Gjörningaklúbbinn.

Katrín Inga Jónsd. Hjördísardóttir, vegna flutnings á gjörningi í Feneyjum.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir, vegna myndskreytinga í barnabókina "Úlfur og Edda: Drekaaugun".

Mierya Samper, vegna einkasýningar í U-Forum Museum of Art í Tokyo.

Ólafur J. Engilbertsson, vegna rannsóknar á verkum Þóris Baldvinssonar arkitekts (undirbúningur fyrir bók).

Ragnhildur Stefánsdóttir, vegna bókagerðar um sýninguna Hverfing / Shapeshifting.

Steinunn Gunnlaugsdóttir, vegna verkefnisins B - Be - Bee - By - Bí - Bý - -.

Þorsteinn Cameron, vegna ljósmyndaverkefnis um Jöklarannsóknafélag Íslands.

 

Styrkþegar ferða-og menntunarstyrkja 2017

Eftirtaldir aðilar hlutu ferða-og menntunarstyrk að upphæð 150.000 kr. hver.

Alexandra Litaker, vegna ferðar til New York vegna safnarheimsóknar og námskeiðasetu á vegum Movement Research.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir, vegna ferðar til Rómar vegna vinnustofudvalar Circulo Scandinavo.

Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, vegna ferðar New York vegna vinnustofudvalar og flutnings á gjörningi.

Eygló Harðardóttir, vegna ferðar til New York fylkis vegna vinnustofudvalar hjá WSW (Women's Studio Workshop).

Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, vegna ferðar til Þórshafnar í Færeyjum vegna þátttöku á Blue Fashion Challenge.

Ragnheiður Káradóttir, vegna ferðar til Vermont vegna vinnustofudvalar.

Sólveig Aðalsteinsdóttir, vegna ferðar til Speyer í Þýskalandi vegna samsýningar.

Úlfur Karlsson, vegna ferðar til Valencia vegna vinnustofudvalar og Vínarborgar vegna þátttöku í sýningu hjá Galerie Ernst Hilger.

Valgerður Hauksdóttir, vegna ferðar til San Francisco vegna sýningarinnar "Touch and Technology".

Þórdís Aðalsteinsdóttir, vegna ferðar til New York vegna einkasýningar.

 

Myndstef óskar öllum styrkþegum til hamingju og óska samtökin öllum umsækjendum velfarnaðar í starfi sínu við sköpun höfundarverka.

 

Umsóknarfrestur til styrkja Myndstefs 2017 lokið

01.09.2017

Nú hefur verið lokað fyrir styrkumsóknir Myndstefs fyrir árið 2017, en umsóknafrrestur var til kl 14 í dag, 1. september. Við þökkum öllum sem sendu inn umsóknir en augljóst er að umsóknir vegna fjölbreyttra og áhugaverðra verkefna og ferðalaga bárust.

Úthlutunarnefndin tekur nú til starfa og tekur ákvörðun um styrkveitingar.

Þegar nefndin lýkur starfi sínu verða allir umsækjendur látnir vita, hvort sem viðkomandi fær styrk eða ekki.

 

Sumarlokun

04.07.2017

 

Vegna sumarleyfa starfsmanna lokar skrifstofa Myndstefs frá og með 4. júlí til og með 11. júlí 2017. Auk þess verður opnunartími og aðstoð takmörkuð fram til 8. ágúst.

 

Hægt er að senda fyrirspurnir á myndstef@myndstef.is og verður þeim svarað við fyrsta tækifæri. Stærri mál bíða afgreiðslu fram í ágúst.

 

Gleðilegt sumar!

 

 

 

Opnað fyrir umsóknir styrkja 2017

16.06.2017

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir verkefnastyrkja og ferða-og menntunarstyrkja fyrir árið 2017. Umsóknafrestur er til kl 14:00 föstudaginn 1. september.

Umsóknareyðublöð, nánari upplýsingar og reglur má finna hér. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu Myndstefs alla virka daga milli kl 10 og 14, einnig er hægt að senda fyrirspurn á myndstef@myndstef.is.

 

 

Úthlutun vegna afnota á bókasöfnum

10.01.2017

 

Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008.

 

Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu, http://rsi.is/bokasafnagreidslur/

 

 

Umsóknarfrestur er  til 31. janúar

 

Vakin er athygli á að þeir sem nú þegar hafa skilað skráningu þurfa EKKI að skrá sig aftur. Ný verk eru sjálfkrafa færð á skrá höfundar.

 

 

 

Styrkafhending Myndstefs

26.09.2016

 

Það er ánægjulegt að segja frá að Myndstef hefur veitt yfir 90 milljónir í styrki til myndhöfunda í hin ýmsu verkefni á síðustu 14 árum.  

 

 

 

 

 Hér má sjá þá sem hlutu styrki Myndstefs í ár

 

 

 

Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2016

21.06.2016

 

 

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2016. 

Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa einstaklingar sem starfa sem myndhöfundar.  

 

Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna hér og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 16. ágúst 2016. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.

 

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.

 

Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.

 

Allar nánari upplýsingar gefur Ólöf Pálsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is

 

Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta  á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.

 

 

 

 

 

 

Gestavinnustofur í Berlín

 

Félögum Myndstefs býðst nú að sækja um Gestavinnustofur SÍM í Berlín.

Meira...

 

 

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is