Opnað er fyrir styrkumsóknir árs 2022 þann 17. júní.
Umsóknafrestur er til kl 23:59 þann 17. ágúst. Umsóknir sem berast utan þess tíma verða ekki teknar gildar.
Hámarksupphæðir styrkja árið 2022 eru 200.000 kr og 400.000 kr fyrir verkefnastyrki og 150.000 kr fyrir ferða-og menntunarstyrki.
Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum, og eru umsóknarform aðgengileg hér að neðan.
Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér úthlutunarreglur vel áður en sótt er um styrk. Ef umsókn mætir ekki skilyrðum úthlutunarregla eða ef umsókn er ekki fyllt út skv. leiðbeiningum og reglum áskilur úthlutunarnefndin sér rétt til að hafna henni.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að breyta umsókn eftir að hún hefur verið send inn og ekki er hægt að bæta við, fjarlægja eða breyta fylgigögnum eftir að umsókn hefur verið send inn.