Almennir skilmálar leyfis til endurbirtingar

  1. Þóknun samkvæmt gjaldskrá tryggir rétt til að nota hið umsamda myndverk í samræmi við skilmála.
  2. Myndverk skal endurútgefa óbreytt þ.e. ekki er heimilt að rita á/yfir eða skrifa ofan í verkið, skera til eða breyta því á annan hátt.
  3. Nafn höfundar skal birt með eftirfarandi hætti: © Nafn höfundar/Myndstef
  4. Myndstef sendir reikning sem skilgreinir leyfilega notkun.

Sérskilmálar

Í sérstökum tilfellum gera höfundar viðbótakröfur vegna notkunar á vernduðum verkum þeirra t.d. sérstök skilyrði um birtingu ákveðins texta eða nafns og jafnframt kröfu um að fá litaprufur fyrir prentun til samþykktar.

Sæmdaréttur höfunda

Ætíð er skylt að geta nafns höfundar þegar verndað myndverk er birt og jafnframt er óheimilt að breyta verkinu eða misfara með það á annan hátt. Um þetta gilda almennar reglur í höfundalögum sbr. 4.gr. laga nr. 73/1972. Vakin er athygli á að þessi réttindi höfunda eru óframseljanleg. Í einstaka tilfellum er þó heimilt að breyta verki höfundar þannig að það falli inn í sérstaka hönnun eða uppsetningu en í slíkum afmörkuðum tilfellum þarf ætíð að liggja fyrir leyfi höfundar.

Eintakagerð án gjaldtöku

Í einstökum tilfellum er heimilt að nota verndað myndverk án þess að fá leyfi til þess eða greiða fyrir það. Slíkt á við þegar vernd samkvæmt höfundalögum er fallin niður eða þegar sérstakar undanþágur eru í höfundalögum um slíka gjaldfrjálsa notkun sbr. II. kafla höfundalaga nr. 73/1972.

Óheimil notkun á vernduðum myndverkum

Þegar skilmálar samkvæmt gjaldskrá þessari eru ekki virtir getur Myndstef fyrir hönd viðkomandi höfundar krafist bóta í formi hækkunar á gjaldskrá allt að 100%.