Endursala listaverka í atvinnuskyni er svokölluð önnur sala (e. second sale), eða þegar listaverk er selt með atbeina 3. aðila, í atvinnuskyni eða opinberlega. Hér fellur því ekki undir einkasala eða sala beint frá listamanni – svokölluð fyrsta sala.  

Samkvæmt lögum ber endusöluaðilum listaverka að senda uppgjör ásamt skilagrein til Myndstefs tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár, miðað við endursölu s.l. 6 mánaða. Myndstef hefur þó veitt undanþágu til hagræðingar fyrir endursöluaðila og ákveðið að gefa fresti þannig að skiladagur sé í síðasta lagi 10. ágúst vegna tímabils I – 1. janúar til 30. júní – og seinni skiladagur árs sé í síðasta lagi  10. febrúar   vegna tímabils II – 1. júlí til 31. desember. Myndstef hefur einnig veitt aðra undanþágu til enn frekari hagræðingar þess efnis að ekki þurfi staðfestingu löggilds endurskoðanda á fyrrnefndar skilagreinar, heldur skuli skila heildarskilagrein/staðfestingu undirritaðri af löggildum endurskoðanda, sem staðfestir réttmæti skilagreina undanfarins skattárs fyrir 10. september ár hvert. 

Vakin er sérstök athygli á að berist ekki uppgjör og upplýsingar um endursölu listaverka skv. 7. mgr. 25. gr.b. höfundalaga til samtakanna innan 30 daga frá því að sérstakri áskorun þar um er beint til söluaðila geta samtökin áætlað innheimt fylgiréttargjöld hjá viðkomandi aðila vegna endursölu á listaverkum og er slík áætlun aðfarahæf. Að auki skal vakin á því athygli að sá sem vanrækir sendingu skilagreina um sölu listmuna og greiðslum skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári sbr. 24. gr. laga um verslunaratvinnu, sektum og fangelsi allt að tveimur árum, sbr. 2. tl. 2. mgr. 54. gr.  höfundalaga, eða sæta refsingu samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ef skilyrði refsiheimilda er fullnægt.  

Standa ber skil á fylgiréttargjaldi við endursölu þegar um er að ræða seljanda, kaupanda eða miðlara sem starfa á listaverkamarkaði, þar með talið uppboðshús, listaverkagallerí og listaverkasala. Seljanda eða miðlara ber að standa skil á gjaldinu. Þegar aðeins kaupandi listaverks starfar á listaverkamarkaði ber þó honum einum að skila gjaldinu.

Ef aðili hættir störfum á listaverkamarkaði, skal tilkynna Myndstefi slíkt skriflega. Ef slík tilkynning berst ekki, mun Myndstef í samræmi við ákvæði laga, áætla fylgirétt.

Frekari upplýsingar um fylgiréttargjald og skil á því má finna hér.

Hér að neðan er rafrænt eyðublað en einnig má hala niður skilagrein hér á word og pdf. Ef ekki er fyllt út rafrænt eyðublað ber að skila skilagrein á myndstef@myndstef.is.

Fylgiréttargjald til listamanna vegna endursölu listaverka

Vinsamlegast fyllið inn neðangreint eyðublað. Nauðsynlegt er að fylla út þau atriði sem eru stjörnumerkt.

Eftir að skilagrein hefur verið send ber endursöluaðila að greiða fylgiréttargjald með millifærslu á reikning Myndstefs;
513-26-409891, kt 540891-1419

Fylgiréttur er eftirfarandi prósenta af söluverði:

Söluverð frá Söluverð til Prósenta fylgiréttar
1 evru 3.000 evra 10%
3.001 evrum 50.000 evra 5%
50.001 evrum 200.000 evra 3%
  • Hér skal fylla inn upplýsingar um þá sölu sem átti sér stað á tímabilinu. Hægt er að velja plúsinn/mínusinn aftan við hverja línu til þess að bæta við línu eða eyða línu.
    Dags. söluNafn listamannsNafn verksSöluverð10%5%3%Alls 
  • Hægt er að skila skilagrein með því að hlaða upp skrá(m) hér. Ef ofangreint form er fyllt út er óþarfi að hlaða upp skrá(m). Skilagreinar geta t.d. verið á Word, Excel eða pdf. Allar nauðsynlegar upplýsingar verða að koma fram í skilagrein og hún auðlesanleg. Ef skilagrein uppfyllir ekki skilyrði getur Myndstef hafnað henni (og mun þá láta ábyrðaraðila vita).
    Dragðu skjöl hingað eða
    Max. file size: 50 MB, Max. files: 5.
    • DD slash MM slash YYYY
    • Með því að undirrita staðfestir þú að allar ofangreindar upplýsingar séu réttar og að öll endursala sem átti sér stað á tímabílinu sé tilgreind.
    • This field is for validation purposes and should be left unchanged.