- Fréttir

í samræmi við ákvörðun aðalfundar 13. júní 2023 um að halda auka-aðalfund boðar Myndstef til auka-aðalfundar 7. mars kl. 16.30-17.00. Öll aðildarfélög hafa fengið boð, en öllu félagsfólki Myndstefs er einnig heimilt að taka þátt í aðalfundi.

Fundurinn verður haldinn rafrænn, en einnig er hægt að mæta á skrifstofu Myndstefs, Skólavörðustíg 12.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

  1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar
  2. Staðfesting ákvörðunar um endurskoðanda
  3. Breytingar á samþykktum Myndstefs, nauðsynlegar breytingar fyrir aðalfund.
  4. Stefnumótun og vinna laganefndar við nýjar samþykktir
  5. Önnur mál

Vinsamlegast skráið mætingu með því að senda póst á myndstef (hjá) myndstef.is, og takið fram hvort þið þurfið hlekk á rafrænan fund.

 

Nýlegar fréttir