Til þess að afla leyfis til endurbirtingar í gegnum Myndstef skal senda fyrirspurn til samtakanna með tölvupósti á myndstef(hjá)myndstef.is.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  • Höfundur verks ásamt nafni verks (sé það vitað).
  • Hvers konar endurbirting tilgreind ásamt upplagi, stærð verks, tímalengs eða annarra upplýsinga.
  • Nafn, kennitala og heimilisfang greiðanda/notanda.

Í kjölfarið gefur Myndstef út reikning vegna notanna, ef skilyrðum er fullnægt. Upphæð reiknings reiknast út frá gjaldskrá samtakanna og með greiðslu á reikningi veitist leyfi sjálfkrafa. Greiðst þóknun í einu lagi til Myndstefs (nema um annað sé samið), og Myndstef úthlutar þóknun til myndhöfunda ársfjórðungslega.

Ef áætluð endurbirting er á prenti og áætlað er að birta fleira en eitt verk er hægt að fylla út birtingarlista og senda skrifstofu Myndstefs. Slíkan bitingarlista má hala niður hér.

Athugið að höfundum er frjálst að semja sjálfir við notanda óháð Myndstef og gjaldskrá samtakanna.