Til þess að afla leyfis til endurbirtingar í gegnum Myndstef skal senda fyrirspurn til samtakanna með tölvupósti á myndstef(hjá)myndstef.is.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  • Höfundur verks ásamt nafni verks (sé það vitað).
  • Hvers konar endurbirting tilgreind ásamt upplagi, stærð verks, tímalengs eða annarra upplýsinga.
  • Nafn, kennitala og heimilisfang greiðanda/notanda.

Í kjölfar fyrirspurnar verður svarað og gefinn út reikningur. Upphæð reiknings reiknast út frá gjaldskrá samtakanna. Með greiðslu á reikningi veitist leyfi sjálfkrafa.

Athugið að höfundum er frjálst að semja sjálfir við notanda óháð Myndstef og gjaldskrá samtakanna.