Þann 1. janúar 2020 tóku í gildi breytt lög um tekjuskatt og lög um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (skattlagning tekna af höfundaréttindum). Með þeim breyttist skattlagning höfundaréttartekna (vegna seinni afnota verka) og eru þær ekki lengur tekjuskattskyldar (35,04% – 46,24% á árinu 2020) heldur eru þær nú fjármagnstekjuskattskyldar (22%).

Með breytingunum er nú skylda á höfundaréttarsamtök eins og Myndstef að halda eftir fjármagnstekjuskatti við útborgun höfundarétta-og fylgiréttagjalda til höfunda/rétthafa og verður slíkt gert við næstu úthlutun Myndstefs í lok mars. Skatturinn verður greiddur til ríkissjóðs og eiga því höfundar og rétthafar ekki að þurfa að greiða tekjuskatt af þessum tekjum við álagningu næsta árs.
Undantekning frá þessari reglu eru greiðslur til samtaka/fyrirtækja, ekki verður tekinn skattur af þeim greiðslum hjá Myndstefi og viðkomandi aðilar sjá sjálfir um að greiða skattinn.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofu Myndstef á myndstef@myndstef.is og reynt verður að aðstoða eftir fremsta megni. Höfundar geta einnig leitað til síns bókara eða endurskoðanda, eða haft samband við Ríkisskattstjóra fyrir frekari aðstoð.

Lögin í heild sinni má finna hér og reglugerð má finna hér.