Afla þarf leyfis þegar höfundavarin verk eru notuð í kvikmyndum/sjónvarpsþáttum, þá er átt við allar kvikmyndir, sjónvarpsþætti, heimildamyndir og stuttmyndir. Athugið að sjónvarpsauglýsingar eru ekki meðtaldar. Með ‘höfundarvarin verk’ er átt við hvers konar verk, þ.m.t. málverk, skúlptúra, ljósmyndir, arkitektúr osfr.

Myndstef getur veitt leyfi fyrir slíkri notkun og hefur gert með sér yfirlýsingu um samstarf við SÍK (samtök íslenskra kvikmyndaframleiðanda) til þess að auðvelda verkferla og löglegra birtinga. Einnig felur samstarfið í sér sérstaka gjaldskrá fyrir meðlimi SÍK, sjá hér.
Með þessu samstarfi vill Myndstef auðvelda og stuðla að löglegri notkun á íslenskri sjónlist í kvikmyndum og sjónvarpi.

Verkferill
Samkvæmt yfirlýsingu um samstarf við SÍK hefur verið gerður sérstakur verkferill við öflun leyfis. Hér má finna hann ásamt eyðublöðum og skilmálum.

  1. Framleiðandi (eða annar ábyrgðaraðili) sendir áætlun um fyrirhugaða birtingu/notkun til Myndstefs í sérstöku eyðublaði. Þá ber að taka fram öll þau verk sem mögulega munu birtast í kvikmynd/sjónvarpsþáttum.

Áætlun – eyðublað (ásamt skilmálum)

2. Framleiðanda er gefin áætluð upphæð sem miðast þá við fyrrnefnda      áætlun. Með þessu getur framleiðandi gert ráð fyrir kostnaði.

3. Framleiðandi sendir skilagrein til Myndstefs þegar klippi hefur verið læst eða ljóst er hvaða höfundarvarin verk birtast í kvikmynd/sjónvarpsþáttum.

Skilagrein – eyðublað (ásamt skilmálum)

4. Myndstef gefur út reikning út frá skilagrein. Með greiðslu á reikningi veitist leyfið formlega.