Afla þarf leyfis þegar höfundavarin verk eru notuð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þá er átt við allar kvikmyndir, sjónvarpsþætti, heimildamyndir og stuttmyndir. Með ‘höfundarvarin verk’ er átt við hvers konar myndverk, þ.m.t. málverk, skúlptúra, ljósmyndir, hönnun, arkitektúr osfr.

Myndstef getur veitt leyfi fyrir slíkri notkun og hefur gert með sér yfirlýsingu um samstarf við SÍK (Samband íslenskra kvikmyndaframleiðanda) til þess að auðvelda verkferla og löglegra birtinga. Einnig felur samstarfið í sér sérstaka gjaldskrá fyrir meðlimi SÍK, sjá hér. Með þessu samstarfi vill Myndstef auðvelda og stuðla að löglegri notkun á íslenskri sjónlist í kvikmyndum og sjónvarpi.
Athugið að notkun myndverka í sjónvarpsauglýsingum eru ekki hluti af þessu samstarfi og er sérstakur gjaldflokkur í gildi vegna þeirra nota, sjá hér.

Athugið að yfirlýsing SÍK gildir bæði um félagsaðila Myndstef og alla þá íslenska höfunda sem starfa á sviði myndrænnar sköpunar og sjónlistar, nema höfundur hafi sérstaklega tilgreint að verk hans megi ekki nota með framangreindum hætti. Að auki geta einstaka höfundar óskað eftir einstaklingsbundinni úthlutun ef réttmæt krafa er fyrir hendi. Skal bein slíkum erindum skriflega til Myndstefs, ásamt rökstuðningi á réttmæti.  Sé uppi ágreiningur skal greitt úr honum á grundvelli samþykkta Myndstefs og 57. gr. höfundalaga í hverju tilviki fyrir sig.

Athugið að notkun myndverka í sjónvarpsauglýsingum eru ekki hluti af þessu samstarfi og er sérstakur gjaldflokkur í gildi vegna þeirra nota, sjá hér.

Skilagrein og greiðsla höfundaréttargjalds
Samkvæmt yfirlýsingu um samstarf við SÍK hefur verið gerður sérstakur verkferill við öflun leyfis og gilda sérstakir skilmálar;

 • Eftir að vinnslu við kvikmynd/sjónvarpsþætti lýkur og innan 15 daga frá læstu klippi, ber framleiðanda að senda skilagrein til Myndstefs og tilgreina þar öll þau verk sem birtast sannarlega í verkefni.
 • Í kjölfarið reiknar Myndstef þóknun, í samræmi við viðmiðunargjaldskrá milli SÍK og Myndstefs, og gefur út reikning. Þegar reikningur hefur verið greiddur veitist leyfið formlega. Hægt er að fá leyfissamning á ensku sé þess óskað (sjá neðst á síðu).
 • Framleiðandi ber ábyrgð á greiðslu reiknings. Gjalddagi er á útgáfudegi reiknings og eindagi 14 dögum síðar. Vextir og dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.
 • Myndstef er skylt að fara yfir eyðublað og tilkynna framleiðanda ef um er að ræða höfunda sem njóta ekki lengur höfundaréttarverndar og/eða ef samtökin fara ekki með umboð höfundar.
 • Fylla skal út reitinn „Athugasemd“ eingöngu ef ástæða þykir fyrir skoðun/lækkun/niðurfellingu kostnaðar vegna einhverra eftirtalinna ástæðna:
  – ef skilyrði 2. mgr. 25. gr. höfundalaga nr 73/1972 eiga við,
  – ef um verk staðsett varanlega utanhúss er um að ræða og skilyrði 16. gr. sömu laga eiga við.
  Þó geta eftirfarandi viðmið átt við hvað varðar að verk sé eitt aðalatriði ramma/myndar eða aukatriði:
  – hvort rammi/mynd getur staðið óbreytt listrænt og efnislega án verksins,
  – hvort verk er til lágmarksskreytingar,
  – hvort verk birtist úr fókus í bakgrunni,
  – hvort verk er ekki eitt aðalatriða senu, lokaafurðar eða ramma,
  – hvort verk hefur ekki listrænan eða sögulegan tilgang
  – hvort verk birtist einungis í óverulegan tíma og/eða er ógreinanlegt.Myndstef áskilur sér rétt til þess að óska eftir frekari gögnum telja samtökin þess þarft. Ef vafamál koma upp eða óvissa vegna birtingu verka er hægt að óska eftir úrskurði Myndstefs um þau tilvik.
 • Hægt er að fá að skila áætlun um fyrirhugaða birtingu/notkun í verkefni til Myndstefs. Þá ber að taka fram öll þau verk sem mögulega munu birtast í kvikmynd/sjónvarpsþáttum. Framleiðanda er gefin áætluð upphæð sem miðast þá við áætlunina, sem leiðréttist svo við endanlega skilagrein. Með þessu getur framleiðandi gert ráð fyrir kostnaði.

Skilagrein er hægt að fylla út og skila inn rafrænt hér:
Einnig er hægt að sækja form hér, fylla út og skila til skrifstofu Myndstefs á myndstef@myndstef.is

 • Afrit skilagreinar er sent á þetta netfang.
  Athugið að upphæð höfundaréttargjalda er mismunandi eftir því hvort er valið hér.
 • Hér skal fylla inn upplýsingar um þau verk sem birtast í kvikmynd/þáttaseríu. Tilgreina þarf nafn verks (ef það er vitað), nafn listamanns en hægt er að skrifa athugasemd sé talin þörf á. Hægt er að velja plúsinn/mínusinn aftan við hverja línu til þess að bæta við línu eða eyða línu.
  Heiti listaverksNafn listamannsAthugasemd 
 • Hægt er að skila skilagrein með því að hlaða upp skrá(m) hér. Ef ofangreint form er fyllt út er óþarfi að hlaða upp skrá(m). Skilagreinar geta t.d. verið á Word, Excel eða pdf. Allar nauðsynlegar upplýsingar verða að koma fram í skilagrein og hún auðlesanleg. Ef skilagrein uppfyllir ekki skilyrði getur Myndstef hafnað henni (og mun þá láta ábyrðaraðila vita). ATHUGIÐ ef skila á skjáskotum eða öðrum myndum er best að senda þau gögn beint til Myndstefs á myndstef@myndstef.is
  Dragðu skjöl hingað eða
  Max. file size: 50 MB, Max. files: 5.
  • DD slash MM slash YYYY
  • Með því að undirrita staðfestir þú að allar ofangreindar upplýsingar séu réttar og að þú hafir lesið yfir skilamála tilgreindir efst á þessari síðu. Með undirritun staðfestist einnig viðurkenning á greiðsluskyldu höfundaréttar skv gjaldskrá Myndstefs.
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

  Leyfissamningur / License agreement
  Hægt er að fá leyfissamning vegna notkunnar og hefur Myndstef staðlað form þess, sjá hér.
  Sé óskað eftir slíkum samningi þarf að hafa samband beint við skrifstofu Myndstefs á myndstef@myndstef.is eða í síma 562-7711.
  Athugið að leyfissamningur er eingöngu til á ensku.