Myndstef – Myndhöfundarsjóður Íslands var stofnað árið 1991 og er stjórnað af stjórn sem samanstendur af fulltrúum allra aðildarfélaga Myndstefs. Tilgangur samtakanna er að fara með höfundarétt félagsmanna vegna opinberra endurbirtinga og sýninga á verkum þeirra og stuðla að almennri höfundaréttargæslu á þessu sviði. Aðilar að samtökunum eru félög; myndlistarmanna, ljósmyndara, teiknara, leikmynda- og búningahöfunda, arkitekta, hönnuða og ýmissa annarra stofnanna og einstaklinga sem fara með höfundarétt myndverka.

Myndstef innheimtir þóknun fyrir notkun á höfundarétti félagsmanna sinna og kemur henni til skila til þeirra. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Myndstef fylgist einnig með og leitast við að hafa áhrif á þróun laga og reglna svo og viðskiptahátta á þessu sviði og annast samningagerð félagsmanna við opinbera aðila og einkaaðila um höfundaréttarleg hagsmunamál félagsmanna. Myndstef veitir félagsmönnum sínum einnig lögfræðilega ráðgjöf varðandi höfundarétt og gerð samninga.

Allir meðlimir aðildarfélaga Myndstefs eru sjálfkrafa félagsmenn Myndstefs. Einnig er stór hluti félagsmanna Myndstefs með einstaklingsaðild utan aðildarfélaga. Frekari upplýsingar um aðild að Myndstef má nálgast hér