Samkvæmt höfundalögum 73/1972 og reglugerð 486/2001. Mennta-og menningarmálaráðuneytis ber að greiða fylgiréttargjald við sölu myndlistarverka og listmuna á uppboðum og við endursölu.

Fylgiréttargjald er allt að 10% af andvirði hins selda verks og rennur það til höfundar eða erfingja höfundar verksins. Þessi réttindi eru ekki framseljanleg. Myndstef annast innheimtu fylgiréttargjalds og skil þess til höfundar eða erfingja hans.

Samkvæmt fyrrnefndri reglugerð skulu uppboðshaldarar listmunauppboða (þ.e. þeir sem að lögum hafa fengið leyfi til að halda listmunauppboð og þeir sem annast endursölu listaverka í atvinnuskyni) inna af hendi greiðslu fylgiréttargjalds til Myndstefs og eru þeir ábyrgir fyrir greiðslu fylgiréttargjaldsins. Ásamt greiðslu fylgiréttargjalds skulu þeir jafnframt skila Myndstefi skilagrein um alla sölu listaverka.

Fylgiréttargjaldi og skilagrein skal skila í síðasta lagi 30 dögum eftir að listamunauppboð fór fram, ef um sölu á listmunauppboði er að ræða en ársfjórðungslega ef um endursölu í atvinnskyni er að ræða.