Með því að fylla út neðangreint umboð sækir þú um einstaklingsaðild að Myndstef ásamt því að veita Myndstef umboð til gæslu á notkunar- og birtingarrétti myndverka höfundar sem þegar hafa verið birt, í samræmi við samþykktir Myndstefs, sjá hér.

Eyðublaðið má einnig hala niður hér, fylla út og skila til skrifstofu Myndstefs ýmist með bréfsendingu eða tölvupósti.

Almennar aðildarreglur Myndstefs má lesa hér.

Stjórn Myndstef áskilur sér rétt til þess að hafna aðildarumsókn. Í þeim tilvikum er umsækjanda tilkynnt það með tölvupósti ásamt rökstuðningi. Ef óskað er eftir upplýsingum um aðild má hafa samband við skrifstofu Myndstefs (5627711/myndstef@myndstef.is).

 • Myndstef - Myndhöfundarsjóður Íslands

  Aðildarumsókn / umboðsveiting

  Undirritaður rétthafi myndverka framselur hér með til Myndstefs, Myndhöfundasjóðs Íslands, rétt til gæslu á notkunar- og birtingarrétti myndverka höfundar sem þegar hafa verið birt. Tekur umboð þetta til hverskonar hagsmunagæslu varðandi höfundarétt og endurnotkun verka höfundar, sbr. til dæmis birtingu á internetinu, í prenti, í ljósvakamiðlun eða í auglýsingum, sem og heimildar Myndstefs til að gera heildarsamninga á grundvelli samningskvaðar, sbr. 12.gr. b. og 3. mgr. 14. gr., sbr. 26.gr. a. höfundalaga, að skilyrðum uppfylltum. Á umboð þetta jafnframt við vegna gagnkvæmnissamninga við sambærileg samtök myndhöfunda erlendis.

  Myndstef hefur umboð og rétt til að framkvæma hvaðeina til verndar höfundahagsmunum rétthafa, þar með talið að semja um gjald fyrir afnot verka höfundar og innheimta þau, til gerða samninga, til málshöfðunar, svo og til að framkvæma hvaðeina er hér að lýtur og henta þykir. Þegar ástæða þykir til skal hafa samband við rétthafa.

  Ég hef kynnt mér samþykktir Myndstefs og viðmiðunargjaldskrá. Skuldbind ég mig til þess að lúta þeim í einu og öllu og jafnframt þeim breytingum sem á þeim kunna að verða gerðar með réttum og formlegum hætti.

 • Hidden
 • Hér er hægt að skrifa undir með mús eða á snertiskjá. Athugið að hægt er að stroka út með örvunum í hring neðst hægra megin.
 • Með því að senda inn umboð þetta staðfestir þú aðild þína að Myndstef og umboð Myndstefs til réttindavörslu og innheimtu fyrir þína hönd. Einnig staðfestir þú að allar ofangreindar upplýsingar eru réttar og að þú sért sú/sá sem þú tilgreinir þig vera. Myndstef áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum. Ef kemur til þess er viðkomandi tilkynnt um slíkt á uppgefið netfang. Berist skrifleg afturköllun þessa umboðs til Myndstefs fellur það úr gildi.

 • Hidden