Allir hönnuðir eru myndhöfundar. Á Íslandi er starfrækur fjölbreyttur hópur hönnuða, arkitektar, fatahönnuðir, grafískir hönnuðir, hönnuðir merkja (e. logo) og heimasíðna, leikmynda-, leikmuna og búningahönnuðir, húsgagna-, innanhúss- og vöruhönnuðir, teiknarar og kvikarar (e. animation).

Við hönnun þarf sérstaklega að huga að því hvenær nýtt verk öðlast þann frumleika, sérkenni og sjálfstæði til að teljast höfundavarið verk. Hönnun á sér oft stað innan annars hugverks (t.d. hönnun í ákveðnu hönnunarteymi, hönnun innan kvikmyndar), eða í svokölluðum sameiginlegum eða skiptum höfundarétti.*

Mörkum milli aðlagana og innblásturs geta verið óskýr hvað varðar hönnun.* Enn fremur þarf að huga að mörkum milli innblásturs, eftirlíkinga og eftirgerða. Oft getur greinarmunur milli tveggja verk verið óljós. Við mat á líkingum skal td skoða efni sem notuð er, nálgun, not og svo útlit.

Athugast skal að vinnuskjöl, skissur, uppdrættir, teikningar, mótanir, líkön, prótótýpur og önnur þess háttargögn, njóta einnig höfundaverndar að nánari skilyrðum uppfylltum. Ágætis vinnuregla er að afhenda vinnuskjöl einungis í pdf formi, eða gegn ákveðnu afgreiðslugjaldi.

Hönnun getur verið hluti myndverk, t.d. myndir af byggingum og list í almannarými*, annað hvort á ljósmynd, teikningum eða í ramma kvikmynda. Þá þarf að athuga hvort skilyrði 16. gr. höfundalaga sé uppfyllt. Eins getur hönnun verið hluti af söluvöru, t.d. teikning á stuttermabol, logo (merki) á bolla og svo framvegis. Við slík tilfelli skal afla leyfis og greiða þóknun fyrir notin.

* Nánar má finna frekar upplýsingar um þessi atriði hér undir Fræðsla – hugtök og skilgreiningar.