Myndstef veitir bæði verkefnastyrki og ferða-og menntunarstyrki einu sinni á ári. Styrkveitingar sem og upphæðir styrkja eru ákveðnar af stjórn Myndstefs í samráði við löggiltan endurskoðanda hverju sinni.

Opnað er fyrir umsóknir í júní ár hvert (yfirleitt 17. júní), umsóknafrestur er tveir mánuðir og styrkir veittir í október (nákvæmar tímasetningar geta verið breytilegar eftir árum). Opnun umsókna er vel auglýst á heimasíðu og Facebook síðu samtakanna, og fá skráðir félagsmenn einnig sendan tölvupóst.

Sérstök úthlutunarnefnd sér um afgreiðslu styrkbeiðna og ákvörðun styrkveitinga. Stjórn Myndstefs kýs þrjá fulltrúa í úthlutunarnefnd til tveggja ára í senn.

Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru hluti greiðslna til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum en eitt af hlutverkum samtakanna er að koma þeim greiðslum til myndhöfundanna, meðal annars í formi styrkja.

Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð, skilagreinar ofl má nálgast hér á síðunni. Allar nánari upplýsingar veita starfsfólk Myndstefs á opnunartíma skrifstofunnar.