Myndstef veitir bæði verkefnastyrki og ferða-og menntunarstyrki einu sinni á ári. Styrkveitingar sem og upphæðir styrkja eru ákveðnar af stjórn Myndstefs í samráði við löggiltan endurskoðanda hverju sinni.

Opnað er fyrir umsóknir í júní ár hvert, umsóknafrestur er a.m.k. tveir mánuðir og styrkir að jafnaði veittir í október (nákvæmar tímasetningar geta verið breytilegar eftir árum). Opnun umsókna er vel auglýst á heimasíðu og Facebook síðu samtakanna, og fá skráðir félagsmenn einnig sendan tölvupóst.

Sérstök úthlutunarnefnd sér um afgreiðslu styrkbeiðna og ákvörðun styrkveitinga. Úthlutunarnefnd er tilnefnd af aðildarfélögum Myndstefs og skulu aðilar vera tilnefndir skv. eftirfarandi; 1 af sviði myndlistar, 1 af sviði ljósmyndunnar og 1 af sviði hönnunar og arkitektúrs. Sömu fulltrúar skulu ekki sitja lengur í úthlutunarnefnd en tvö ár í senn.

Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru hluti greiðslna til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum en eitt af hlutverkum samtakanna er að koma þeim greiðslum til myndhöfundanna, meðal annars í formi styrkja.

Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð, skilagreinar o.fl. má nálgast hér á síðunni. Allar nánari upplýsingar veita starfsfólk Myndstefs á opnunartíma skrifstofunnar, en einnig er hægt að senda tölvupóst á myndstef (hjá) myndstef.is.