Myndstef á í samstarfi við erlend höfundaréttarsamtök og gilda þar um gagnkvæmir samningar. Þau samtök eru kölluð systursamtök Myndstefs. Það þýðir að þessi samtök standa vörð um hagsmuni félagsmanna Myndstefs í þeim löndum og öfugt.
Einnig er Myndstef aðili að tveimur stórum regnhlífasamtökum;
EVA (European Visual Artists) eru samtök 28 höfundaréttarsamtaka sjónlistamanna í Evrópu sem beita sér fyrir því að sjónlist sé notuð með löglegum hætti og ekki brotið á höfundarétti listamanna. Einnig hafa samtökin áhrif á breytingar á höfundarétti í tilskipunum Evrópusambandsins.
CISAC (The International Confederation of Societies of Authors and Composers) eru samtök 228 höfundasamtaka frá 119 löndum sem stofnuð voru árið 1926. Samtökin vernda rétt og stuðla að hagsmunabaráttu höfunda á heimsvísu. Þá aðstoða samtökin aðildarfélögum við baráttu sína í eflingu höfundaréttinda.
Hér má finna yfirlit yfir systursamtök Myndstefs:
ADAGP (Frakkland)
BONO (Noregur)
BUS – Bildupphovsrätt (Svíþjóð)
HUNGART (Ungverjaland)
IVARO (Írland)
KUVASTO (Finnland)
LITA (Slóvakía)
OOA-S (Tékkland)
VEGAP (Spánn)
VISDA (Danmörk)