Myndstef á í samstarfi við erlend höfundaréttarsamtök og gilda þar um gagnkvæmir samningar. Þau samtök eru kölluð systursamtök Myndstefs. Það þýðir að þessi samtök standa vörð um hagsmuni félagsmanna Myndstefs í þeim löndum og öfugt.

Þar að auki er Myndstef meðlimur í EVA (European Visual Artists), en það eru samtök 28 höfundaréttarsamtaka sjónlistamanna í Evrópu sem beita sér fyrir því að sjónlist sé notuð með löglegum hætti og ekki brotið á höfundarétti listamanna. Einnig hafa samtökin áhrif á breytingar á höfundarétti í tilskipunum Evrópusambandsins.

Hér má finna yfirlit yfir systursamtök Myndstefs:

ADAGP (Frakkland)

BONO (Noregur)

BUS – Bildupphovsrätt (Svíþjóð)

HUNGART (Ungverjaland)

IVARO (Írland)

KUVASTO (Finnland)

LITA (Slóvakía)

OOA-S (Tékkland)

VEGAP (Spánn)

VISDA (Danmörk)