Myndstef innheimtir höfundaréttargjöld vegna endurbirtinga, heildarsamninga á grundvelli samningskvaðar og fylgiréttargjöld vegna endursölu verka og uppboða.

Við endurbirtingar á verkum er miðað við gjaldskrá Myndstefs. Við samningskvaðir er miðað við umsamda þóknun. Við endursölu reiknast hlutfall höfundarétthafa út frá 25. gr. b. höfundalaga 1972 nr. 73

Gjöldin sem Myndstef innheimtir eru greidd út til höfunda og höfundarétthafa ársfjórðungslega. Myndstef heldur eftir 20% af greiðslum vegna umsýslu og innheimtu höfundaréttar og fylgiréttar, sem og sanngjarnri upphæð við innheimtu heildarsamninga. Rétthafi þarf að hafa safnað 10.000 kr eða meira til þess að greitt sé út.
Úthlutun vegna samningskvaðaheimilda er í formi styrkja, sjá nánar um úthlutunarreglur styrkja Myndstefs hér. Utanfélagsmenn geta þó gert kröfu til þess að fá einstaklingsbundna þóknun fyrir not á grundvelli samningskvaðaleyfisins. Kröfu um slíka þóknun verður einungis beint að samtökunum og skal hún vera skrifleg.

Svo hægt sé að koma höfundaréttargreiðslum til skila þarf Myndstef m.a. að hafa upplýsingar um kennitölu, heimilisfang og bankareikning rétthafa.

Erfingjar

Höfundaréttur erfist og gildir í 70 ár frá dauðdaga höfundar. Til þess að geta greitt út til erfingja þarf Myndstef að fá staðfestann umboðsmann allra erfingja, sem er málsvari allra erfingja í höfundaréttarmálum og móttekur greiðslur frá Myndstef.
Um skattlagningu höfunda-og fylgiréttar til erfingja má lesa nánar um hér.

Frekari upplýsingar og eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu samtakanna. Hægt er að fá eyðublöð send rafrænt með tölvupósti.