Myndstef innheimtir höfundaréttargjöld vegna endurbirtinga og fylgiréttargjöld
vegna endursölu verka.

Við endurbirtingar á verkum er miðað við gjaldskrá Myndstefs. Við endursölu reiknast hlutfall höfundarétthafa út frá 25. gr. b. höfundalaga 1972 nr. 73

Gjöldin sem Myndstef innheimtir eru greidd út til höfunda og höfundarétthafa ársfjórðungslega. Myndstef heldur eftir 20% af greiðslum vegna umsýslu og þarf rétthafi að hafa safnað 10.000 kr eða meira til þess að greitt sé út.

Svo hægt sé að koma höfundaréttargreiðslum til skila þarf Myndstef m.a. að hafa upplýsingar um kennitölu, heimilisfang og bankareikning rétthafa.

Erfingjar

Höfundaréttur erfist og gildir í 70 ár frá dauðdaga höfundar. Til þess að geta greitt út til erfingja þarf Myndstef að fá staðfestann umboðsmann allra erfingja, sem er málsvari allra erfingja í höfundaréttarmálum og móttekur greiðslur frá Myndstef.

Frekari upplýsingar og eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu samtakanna. Hægt er að fá eyðublöð send rafrænt með tölvupósti.