Vantar þig leyfi til að nota myndverk?

Sendu okkur fyrirspurn á myndstef@myndstef.is. 

Samkvæmt höfundalögum hefur höfundur einn rétt til að heimila notkun verka sinna burtséð frá því hvort hann hefur selt myndverkið. Höfundarétturinn varir alla ævi og gildir í 70 ár eftir andlát höfundar þar sem höfundarétturinn erfist.

 

Eitt af því sem Myndstef leggur áherslu á er að íslensk myndverk séu notuð í miklum mæli, og að notin séu lögleg svo höfundur njóti góðs af. Þetta reynir Myndstef að ná fram m.a. með því að fræða bæði almenning og höfunda, auðvelda notendum að afla leyfis og eftir atvikum innheimta gjöld vegna notkunnar.

 

Myndstef hefur umboð til þess að veita leyfi og innheimta fyrir allflesta íslenska myndhöfunda og norræna myndhöfunda með gagnkvæmnissamningum við norræn myndhöfundasamtök. Þá veitir Myndstef leyfi vegna hvers konar endurbirtingar, t.d. vegna birtingu í hvers kyns útgáfum, heimasíðum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, varningi og öðru. Einnig innheimtir Myndstef fylgiréttargjöld vegna endursölu, bæði við endursölu í atvinnuskyni og við uppboð.

Myndstef er ekki rekið í hagnaðarskyni og rennur öll  innheimta beint til höfunda að frádregnum kostnaði sem rennur til reksturs samtakanna.

Hér má finna ýmis dæmi um opinbera notkun myndverka.

  • Myndverk eru seld á uppboði eða fara í endursölu í galleríi – sjá nánar Fylgirétt.
  • Myndverk eru endurbirt í útgáfum, t.d. á prenti eða á netinu. – sjá nánar Endurbirtingu.
  • Myndverk er notað í hreyfimynd, myndbandi, sjónvarpi eða í kvikmyndsjá nánar Kvikmyndir og sjónvarp.
  • Myndverkaskrá eða gagnagrunnur myndverka er gerður aðgengilegur á netinu, sbr. sarpur.is – sjá nánar Heildarsamningar með samningskvöð.
  • Myndverk er notað á söluvarning – sjá nánar Gjaldskrá – söluvarningur.
  • Myndverk er kynnt opinberlega á listasýning eða með öðrum hliðstæðum hætti – sjá nánar Gjaldskrá – sýningargjald.
  • Myndverk er afbakað, því breytt eða ekki er getið nafns höfundar – sjá nánar Sæmdarrétt myndverka.
  • Myndverk er notað við gerð nýs myndverk, því aðlagað eða byggt á frumverkinu – sjá nánar Aðlögun.
  • Hugverk eða hönnun er notað til framleiðslu – sjá nánar Staðlaðir samningar fyrir hönnun.
  • Myndverk (t.d. útilistaverk eða bygging) er hluti ljósmyndar – sjá nánar Myndir af byggingum og list í almannarými.