Skilagreinar

Þeir sem hlotið hafa styrk frá úthlutunarnefnd Myndstefs skulu gera skriflega grein fyrir ráðstöfun fjárins eigi síðar en einu ári eftir að styrkur hefur verið ákveðinn og greiddur umsækjanda. Frekari styrkveitingar eru háðar því að styrkþegi geri grein fyrir ráðstöfun fyrri styrks og að honum hafi verið varið til verkefnisins í samræmi við upphaflegan tilgang.

Hér má nálgast skilagreinar styrkja. Hægt er að skila inn fylgigögnum rafrænt með umsókn eða með því að koma þeim til skrifstofu Myndstefs með öðrum hætti.

Verkefnastyrkur – skilagrein

Ferða-og menntunarstyrkur – skilagrein 

* Ef óskað er eftir því að skila inn skilagrein með öðrum hætti skal hafa samband við Myndstef á opnunartíma skrifstofu.