Með endurbirtingu er átt við öll form birtingar verka, t.d. á prenti, með rafrænum hætti, í kvikmyndum og sjónvarpi, á söluvarningi ofl. Ekki er átt við frumbirtingu verks eða vinnu við gerð verks.

Myndstef annast leyfisveitingar í formi greiðslu til endurbirtinga myndverka. Þá innheimta samtökin skv gjaldskrá sinni. Birtingarheimildirnar veitast sjálfkrafa þegar höfundaréttur hefur verið greiddur til Myndstefs, en notandinn verður sjálfur að nálgast myndefnið til vinnslu t.d. hjá söfnum, ljósmyndurum eða höfundinum sjálfum.

Til að kynna sér frekar þær reglur sem gilda um höfundarétt vísast til höfundalaga úr 73/1972 með áorðnum breytingum, en lögin eru birt í heild sinni hér.