Sérstök athygli er vakin á því að við sölu á listaverkum á uppboðum gilda sérstakar reglur um skilagreinar sem koma fram í niðurlagi 23. gr. laga um verslunaratvinnu nr. 28/1998 og jafnframt að uppboðsstjórum ber að innheimta gjöld af öllum seldum listaverkum hvort sem um er að ræða fyrstu sölu eða endursölu. Þessar reglur ná til venjulegra uppboða en einnig til sölu listmuna á uppboðum eða álíka söluplatformum eða vettvöngum á internetinu og einnig uppboða sem haldin eru í góðgerðarskyni eða til þess að styðja eitthvert málefni.  

Uppboðshaldarar listmunauppboða eru þeir sem að lögum hafa skráðan verslunarrekstur, skv. lögum um verslunaratvinnu. Einnig er hægt að sækja sérstaklega til sýslumanns um leyfi til svokallaðs lokaðs uppboðs, ef  skilyrðum 5. mgr. 23. gr laganna er uppfyllt. Ef óskað er eftir leyfi frá sýslumanni skal leita til embætti sýslumanns í því umdæmi sem uppboð fer fram. Ef uppboð fer fram á Höfuðborgarsvæðinu má senda fyrirspurn á leyfi@syslumenn.is. Í þeim tilvikum skal Myndstef tilkynnt um veitingu leyfisins. 

Í báðum þessara tilvika skulu uppboðshaldarar inna af hendi greiðslu fylgiréttargjalds til Myndstefs og eru þeir ábyrgir fyrir greiðslu fylgiréttargjaldsins. Jafnframt skulu þeir skila Myndstefi skilagrein um sölu listaverka ásamt nafni og auðkennum verks, með öðrum upplýsingum úr uppboðsskrá svo og um höfund verksins og söluverð þess.  Fylgiréttargjaldi og skilagrein vegna listmunauppboðs skal skila í síðasta lagi 30 dögum eftir að listmunauppboð fór fram, sbr. ákvæði reglugerðar um fylgiréttargjald nr. 244/1993. 

Vakin er athygli á því að vanefndarúrræði geta verið þrenns konar: 

 1. Annars vegar fer eftir ákvæðum höfundalaga og reglugerðar um fylgirétt. Í þeim tilvikum má hefja einkamál til viðurkenningar kröfu fyrir dómi og einnig til skaðabóta, eftir því sem við á, en um málsmeðferð gilda að öðru leiti reglur í lögum um meðferð einkamála.  
 2. Vakin skal sérstök athygli á að einnig er hægt að höfða refsimál, sbr. 24. gr. laga um verslunaratvinnu, er kveður á um sektir eða fangelsi, allt að einu ári. Heimilt er í sama refsimáli að krefjast þess að verslun verði afmáð úr einhverri framangreindra skráa, þ.e. skrá í samræmi við löggjöf um skráningu firma, hlutafélaga , og einkahlutafélaga og samvinnufélaga og sjálfseignarstofnanna, eftir því sem við á, hafi verslun framið ítrekað eða alvarlegt brot gegn ákvæðum laga er um starfsemina gilda. 
 3. Einnig kemur til álita að endursöluaðili verði dæmdur til að sæta refsingu samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ef skilyrðum þeirra refsiheimilda er fullnægt. 

Frekari upplýsingar um fylgiréttargjald og skil á því má finna hér.

Hér að neðan er rafrænt eyðublað en einnig má hala niður skilagrein hér á word og pdf. Ef ekki er fyllt út rafrænt eyðublað ber að skila skilagrein á myndstef@myndstef.is.

Fylgiréttargjald til listamanna vegna sölu listaverka á uppboði

Vinsamlegast fyllið inn neðangreint eyðublað. Nauðsynlegt er að fylla út þau atriði sem eru stjörnumerkt.

Eftir að skilagrein hefur verið send ber uppboðshaldara að greiða fylgiréttargjald með millifærslu á reikning Myndstefs;
513-26-409891, kt 540891-1419

Fylgiréttur er eftirfarandi prósenta af hamarshöggi:

Hamarshögg frá Hamarshögg til Prósenta fylgiréttar
1 evru 3.000 evra 10%
3.001 evrum 50.000 evra 5%
50.001 evrum 200.000 evra 3%
 • Hér skal fylla inn upplýsingar um þá sölu sem átti sér stað á uppboðinu. Hægt er að velja plúsinn/mínusinn aftan við hverja línu til þess að bæta við línu eða eyða línu.
  Nr. í skráNafn listamannsNafn verksHamarshögg10%5%3%Alls 
 • Hægt er að skila skilagrein með því að hlaða upp skrá(m) hér. Ef ofangreint form er fyllt út er óþarfi að hlaða upp skrá(m). Skilagreinar geta t.d. verið á Word, Excel eða pdf. Allar nauðsynlegar upplýsingar verða að koma fram í skilagrein og hún auðlesanleg. Ef skilagrein uppfyllir ekki skilyrði getur Myndstef hafnað henni (og mun þá láta ábyrðaraðila vita).
  Dragðu skjöl hingað eða
  Max. file size: 50 MB, Max. files: 5.
  • DD slash MM slash YYYY
  • Með því að undirrita staðfestir þú að allar ofangreindar upplýsingar séu réttar og að öll endursala sem átti sér stað á tímabílinu sé tilgreind.
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.