Hér má finna úthlutunarreglur styrkja Myndstefs. Rétt til að sækja um styrki hafa þeir myndhöfundar sem eru aðilar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar.

Verkefnastyrkir

Ferða-og menntunarstyrkir

Athugið að Myndstef veitir eingöngu styrki til myndhöfunda, en myndhöfundar eru þeir sem skapa myndverk er nýtur verndar samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972. Sköpun er sérstök andleg iðja sem fullnægja verður vissum lágmarksskilyrðum varðandi frumleika og afrakstur sköpunarinnar er verk. Myndverk geta verið: myndlistarverk, málverk, gjörningar, tvívíð verk, þrívíð verk, skúlpturar, gjörningar, videó verk, hljóðverk, ljósmyndir, áhugamannaljósmyndir, fatahönnun, vöruhönnun, grafísk hönnun, margmiðlunarhönnun, búningahönnun, leikmunahönnun, skargripahönnun, húsgagnahönnun, arkitektúr, nytjalist, teikningar, uppdrættir, og önnur sjónlist.

Skrifstofa Myndstefs er lokuð 5.-19. september

X