- Fréttir

Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir til Myndstefs og er umsóknafrestur til kl 23:59 17. ágúst. Umsóknir sem berast utan auglýsts umsóknartíma verða ekki teknar gildar. Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru hluti greiðslna til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum sem ekki er hægt að greiða beint til einstaka höfunda, t.d. vegna þess að höfundar eru fallnir úr vernd, höfundar finnast ekki eða vegna samningskvaða-samninga (heildarsamninga).

Hægt er að að sækja um verkefnastyrki að hámarki 200.000 kr eða 400.000 kr. Hámark ferða-og menntunarstyrkja eru 150.000 kr. Umsóknarform má finna hér.

Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér úthlutunarreglur vel áður en sótt er um styrk. Ef umsókn mætir ekki skilyrðum úthlutunarregla eða ef umsókn er ekki fyllt út skv. leiðbeiningum og reglum áskilur úthlutunarnefndin sér rétt til að hafna henni. Reglurnar má finna hér.

Styrkþegar síðasta árs ber að skila skilagrein um ráðstöfun styrks fyrir lok umsóknafrests þessa árs, eða fyrir 17. ágúst. Frekari styrkveitingar eru háðar því að skilagrein hafi verið skilað vegna fyrri styrks. Skilagreinar má nálgast hér.

Nýlegar fréttir