- Fréttir

Aðalfundur Myndstefs var haldinn í gær, 3. júní. Þar var m.a. farið yfir ársreikning með endurskoðanda samtakann og skýrsla stjórnar lesin upp, en þau skjöl eru hluti af árlegri gagnsæisskýslu, sem eru nú aðgengileg á heimasíðu Myndstefs hér.

Á fundinum voru einnig samþykktar breytingar á gjaldskrá Myndstefs, en bætt var við gjaldliðum upplags á gjaldflokkum veggspjalda og póstkorta, ásamt því að heiti gjaldflokks póstkorta breyttist í „póstkort og tækifæriskort“. Þessar breytingar og gjaldskrá Myndstefs í heild sinni má finna hér.

Samþykktar voru breytingar á samþykktum Myndstefs. Flestar breytinganna eru vegna breytinga á lögum (sérstaklega með tilkomu laga um sameiginlega umsýslu höfundaréttar) eða til þess að skýra ákvæði betur. Uppfærðar samþykktir Myndstefs má finna hér.

Á dagskrá Myndstefs er að gera samstarfssamninga við öll aðildarfélög Myndstefs. Samningurinn felur ekki í sér neinar breytingar á samstarfi. Eingöngu er verið að festa samstarf og skýra hvað felst í aðild að Myndstefi þar sem hlutverk og skyldur beggja aðila (Myndstefs og aðildarfélags) eru talin upp í samningnum. Þetta er einnig gert til þess að koma í veg fyrir að með stjórnarbreytingum aðildarfélaga tapist þekking á Myndstefi og hvað samtökin gera fyrir félagið og félagsmenn. Drög að samningi voru borin undir fundinn og var hann samþykktur með nokkrum breytingum.

Á fundinum voru stjórnarbreytingar og staðfestar, en SÍM tilnefndi Guðrúnu Erlu Geirsdóttur (Gerlu) í sitt sæti, en Páll Haukur Björnsson hefur setið í því s.l. tvö ár. Stjórn býðir Gerlu velkomna og þakkar sömuleiðis Páli Hauki fyrir vel unnin stjórnarstörf.

Myndstef þakkar fundarfólki fyrir góðan og fróðlegan fund og fagnar almennum áhuga á höfundarétti og vitundarvakningu þar um.

Nýlegar fréttir