Sérstök úthlutunarnefnd sér um afgreiðslu styrkbeiðna og ákvörðun styrkveitinga. Úthlutunarnefnd er tilnefnd af aðildarfélögum Myndstefs og skulu aðilar vera tilnefndir skv. eftirfarandi; 1 af sviði myndlistar, 1 af sviði ljósmyndunnar og 1 af sviði hönnunar og arkitektúrs. Sömu fulltrúar skulu ekki sitja lengur í úthlutunarnefnd en tvö ár í senn. Leitast skal við að gæta jafnræðis milli fagstétta við kosningu nefndarmanna. Skal fjölbreytni ráða ríkjum milli ára, þannig að bakgrunnur og þekking nefndarmanna sé sem fjölbreyttust og áherslur breytilegar milli nefnda.

Stjórn Myndstefs setur úthlutunarnefnd nánari starfsreglur ef þurfa þykir og ákveður heildarstyrksupphæðir fyrir hverja úthlutun.

Störf úthlutunarnefndar eru sjálfstæð, og óháð störfum stjórnar. Niðurstöður úthlutunarnefndar um styrkir eru ákvarðandi og endanlegar.

 

Hér má finna yfirlit yfir úthlutunarnefndir síðustu ára:

2022-2023
Nefndarmeðlimir eru tilnefndir af Félagi íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL), Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM).

2020 – 2021
Nefndarmeðlimir voru tilnefndir af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Ljósmyndarafélagi Íslands og Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur.

2018 – 2019
Nefndarmeðlimir voru tilnefndir af Félagi leikmynda-og búningahöfunda, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Grafíu.

2016 – 2017
Nefndarmeðlimir voru tilnefndir af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs (þá Hönnunarmiðstöð), Arkitektafélagi Íslands og Ljósmyndarafélagi Íslands.