Um endurbirtingar almennt

Samkvæmt höfundalögum hefur höfundur einn rétt til að heimila notkun verka sinna burtséð frá því hvort hann hefur selt myndverkið. Myndstef annast þessa réttargæslu fyrir höfunda.

 

Myndstef annast leyfisveitingar (í formi greiðslu) til endurbirtinga myndverka íslenskra og norrænna myndhöfunda. Þetta á við öll form endurbirtinga t.d. við kennslu, hvers konar sýningar, í bókum, á interneti, textíl og með öðrum hætti. Sjá nánar gjaldskrá Myndstefs.

 

Myndstef hefur umboð fyrir allflesta íslenska myndhöfunda og norræna myndhöfunda með gagnkvæmnissamningum við norræn myndhöfundasamtök.

 

Birtingarheimildirnar veitast sjálfkrafa þegar höfundaréttur hefur verið greiddur til Myndstefs, en notandinn verður sjálfur að nálgast myndefnið til vinnslu t.d. hjá söfnum, ljósmyndurum eða höfundinum sjálfum.

 

Til að kynna sér frekar þær reglur sem gilda um höfundarétt vísast til höfundalaga úr 73/1972 með áorðnum breytingum en lögin eru birt í heild sinni hér. Ef þú vilt fræðast frekar eða fá nánari upplýsingar um einstök atriði er varða höfundarétt er þér velkomið að hafa samband við skrifstofu Myndstefs.


Myndhöfundur fær höfundaréttargjaldið

Myndstef er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur er hlutverk samtakanna að innheimta þóknun vegna notkunnar verndaðra myndverka. Myndhöfundurinn fær síðan hinar innheimtu höfundagreiðslur að frádregnum kostnaði sem rennur til reksturs samtakanna. 

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is