VANTAR ÞIG STYRK?
Myndstef kynnir sérstaka aukaúthlutun á styrkjum vegna IHM.
Hámarksupphæð styrkja er 1 milljón kr.
Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2023, kl. 16:00.
Tilkynnt verður um úthlutun í lok mars 2023.
Stefnt er að því að úthluta allt að 10 m.kr. í þessari aukaúthlutun til myndhöfunda og sjónlistafólks. Tilkynnt verður um úthlutun í lok mars 2023. Stjórn Myndstefs gegnir hlutverki úthlutunarnefndar og mun fara yfir umsóknir. Úthlutunarreglur Myndstefs varðandi verkefnastyrki gilda að öðru leyti um úthlutun styrkjanna.
Myndstef hvetur öll sem hafa áhuga á að sækja um styrki að skila inn umsókn.
Eyðublað fyrir styrkumsóknir er aðgengilegt hér.
Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum.
Vakin er athygli á að styrkþegum ber að skila skilagrein um ráðstöfun styrks innan árs frá styrkveitingu.
Form fyrir skilagreinar má nálgast hér.
Úthlutunarreglur eru aðgengilegar hér.
Styrkir eru veittir til myndhöfunda og sjónlistafólks eða hópa þeirra.
Ekki er gert skilyrði um að viðkomandi sé aðili að Myndstef.
Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér úthlutunarreglur vel áður en sótt er um styrk.
Ef umsókn mætir ekki skilyrðum úthlutunarregla eða ef umsókn er ekki fyllt út skv. leiðbeiningum og reglum áskilur úthlutunarnefndin sér rétt til að hafna henni.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að breyta umsókn eftir að hún hefur verið send inn og ekki er hægt að bæta við, fjarlægja eða breyta fylgigögnum eftir að umsókn hefur verið send inn.