- Fréttir

Þann 21. júní 2023 opnar fyrir styrkumsóknir til Myndstefs,
vegna styrkja til myndhöfunda og sjónlistafólks.

Umsóknarfrestur er til 7. september 2023 kl. 17:00. 

Umsóknir sem berast utan auglýsts umsóknartíma verða ekki teknar gildar.

Að þessu sinni verða veittir verkefnastyrkir og ferða-, menntunar- og vinnustofustyrkir.

Rétt til að sækja um styrki hafa myndhöfundar, ekki er skilyrði að vera aðili í Myndstefi.

Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru fjármunir sem ekki er hægt að úthluta einstaklingsbundið, og eru til komnir vegna greiðslna vegna notkunar á vernduðum myndverkum, sem ekki er hægt að greiða beint til einstaka höfunda, t.d. vegna þess að um er að ræða samningskvaðasamninga/heildarsamninga.

Sérstök úthlutunarnefnd sér um afgreiðslu styrkbeiðna og ákvörðun styrkveitinga.

Kynnið ykkur úthlutunarreglur vel, úthlutunarreglur er að finna hér: https://myndstef.is/hofundar/styrkir/reglur/

Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum og eru umsóknarform aðgengileg hér: https://myndstef.is/hofundar/styrkir/umsoknir/

Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að breyta umsókn eftir að hún hefur verið send inn og ekki er hægt að bæta við, fjarlægja eða breyta fylgigögnum eftir að umsókn hefur verið send inn.

Athugið að þau sem hafa áður hlotið styrk frá Myndstefi skulu senda skilagrein vegna fyrri styrkja. Frekari styrkveitingar eru háðar því að styrkþegar geri grein fyrir ráðstöfun fyrri styrks og að styrk hafi verið varið til verkefnisins í samræmi við upphaflegan tilgang.

Að þessu sinni er stefnt að því að veita verkefnastyrki fyrir 25 milljónir króna, og ferða-, mennta- og vinnustofustyrki fyrir 5 milljónir króna. Aldrei hafa styrkir Myndstefs verið jafn háir.

 

Gleðilegar sumarsólstöður!

 

Nýlegar fréttir
Stjórn MyndstefsMynd: Ragnar Th. Sigurðsson.