- Fréttir

ATH!

Í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirunnar (COVID-19) hefur stjórn og skrifstofa Myndstefs ákveðið að fresta kynningu um breytt skattalög um óákveðinn tíma. Stefnt er að því að halda kynninguna í haust og verður hún auglýst aftur þegar ný tímasetning liggur fyrir.
Almennar upplýsingar um lögin og breytingarnar má finna á heimasíðu Myndstefs hér.

Myndstef og aðildarfélög þess standa fyrir kynningu vegna breytinga á skattlagningu höfundaréttartekna.
Lögin tóku gildi 1. janúar 2020 og eru nr. 111/2019.
Lögin í heild sinni má nálgast hér og reglugerð má finna hér.

Kynningin verður haldin þriðjudaginn 24. mars í sal SÍM hússins, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, frá kl. 17 – 18.
Aðgangur er ókeypis en óskað er eftir að mæting sé staðfest með því að merkja sig „attending“ á Facebook viðburði kynningarinnar, svo hægt sé að áætla fjölda.


Félagsmenn í Myndstef eru um 2500 talsins og ljóst er að þessar lagabreytingar geta haft veruleg áhrif á tekjur og skattlagningu margra.
Tilgangur kynningarinnar er að kynna lögin fyrir félagsmönnum, meðal annars til þess að auðvelda höfundum framkvæmd við útgáfu reikninga, útreiknings skattstofns og skil á skatti og staðgreiðslu fyrir árið 2020.
Kynningin verður almenns eðlis. Fjallað verður um tildrög breytinganna og almenn framkvæmd í ljósi skattlagningar höfundaréttartekna.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir, skattalögfræðingur og meðeigandi hjá Deloitte, mun kynna lögin og fjalla um skilyrði skattlagningarinnar og framkvæmdina. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur Myndstefs og Aðalheiður Dögg Finnsdóttir, framkvæmdastjóri Myndstefs, munu stilla upp nokkrum raunhæfum dæmum í samræmi við lögin. Einnig verður tekið við spurningum úr sal.

Bent er á að kynning þessi á að veita almenna yfirsýn yfir framkvæmd og áhrif á helstu svið sjónlistar, en öllu ítarlegri spurningum eða einstaka álitaefnum má beina til Myndstefs í tölvupósti eftir kynningu eftir atvikum eða beina til endurkoðenda/bókara viðkomandi höfunda.

Nýlegar fréttir