- Fréttir

Yfirlýsing Myndstefs frá 2. október 2023, vegna fyrirhugaðrar útgáfu á Dimmalimm er aðgengileg hér.

Höfundaréttur helst í 70 ár eftir lát höfundar. Í höfundarétti felst einkaréttur höfundar til að gera eftirgerðir af verkum sínum, deila verkum sínum og ráðstafa verkum að vild. Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga. Höfundalög eru aðgengileg á vef Alþingis: Höfundalög.

Myndstef getur veitt ráðgjöf ef útgefendur eru í vafa um hvort að tiltekin verkefni gætu talist brjóta gegn höfundarétti.

Nýlegar fréttir
Málþing um gervigreind 29. september 2023.Styrkúthlutun 2023