- Fréttir

Mennta-og menningarmálaráðuneytið hefur nú tilkynnt hvernig verður úthlutað aukafjármagni til menningarmála sem samþykkt var á Alþingi 30. mars. Stuðningur þessi er ætlaður að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins.

Aukaúthlutun styrkja fer fram og nemur heildarfjárhæð 500 milljónir. Sækja þarf um styrki hjá viðeigandi sjóðum, en framlögin skiptast sem hér segir:

Kvikmyndasjóður 120 milljónir kr.
Starfsemi atvinnuleikhópa 99 milljónir kr.
Tónlistarsjóður 86 milljónir kr.
Myndlistarsjóður 57 milljónir kr.
Hönnunarsjóður 50 milljónir kr.
Bókmenntasjóður 38 milljónir kr

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Stjórnarráðs hér og hjá sjóðunum sjálfum.

Við hvetjum alla myndhöfunda til þess að kynna sér skilyrði styrkveitinga og sækja um. Athugið að tími umsóknafresta getur verið ólíkur eftir sjóðum.

Nýlegar fréttir