- Fréttir

Stjórn Myndstefs tekur undir athugasemdir sem formenn stéttarfélaga listamanna gera vegna endursýninga og birtingu höfundaréttarvarins efnis og greiðslur og samninga þar um, sbr. frétt á Vísi.

Af gefnu tilefni vill Myndstef minna félagsmenn sína og aðra myndhöfunda að höfundaréttur þeirra er m.a. fjárhagslegur réttur. Það er réttur myndhöfunda, sem og annarra höfunda, að fara fram á greiðslu vegna endurnota/endursýningu/endurbirtingu á verkum sínum.
Höfundur getur þó veitt leyfi fyrir notun án endurgjalds en mikilvægt er fyrir viðkomandi að gera sér grein fyrir fjárhagslegum rétti sínum.

Stjórn hvetur myndhöfunda að gera samninga um leyfi vegna nota á verkum sínum, hvort sem greitt sé fyrir notin eða leyfið sé veitt endurgjaldslaust. Samningar þurfa ekki að vera ýtarlegir og geta jafnvel verið í formi tölvupóstsamskipta. Upplýsingar um samningsgerð og mikilvæg atriði þess er að finna á heimasíðu Myndstefs hér.

Nýlegar fréttir