- Fréttir

Aðalfundur Myndstefs fer fram þriðjudaginn 9. júní í SÍM salnum, Hafnarstræti 16. Fundurinn hefst stundvíslega kl 17:00.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

  1. Afgreiðsla ársreikninga vegna árins 2019
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Hagsmunaskrá stjórnenda lögð fram
  4. Tilnefning stjórnar og varamanna
  5. Kosning félagslegs skoðunarmanns og löggilts endurskoðanda
  6. Umboð til stjórnar um ákvörðun styrkja á vegum Myndstefs
  7. Gjaldskrá Myndstefs
  8. Önnur mál

Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem eru fullgildir félagar samkvæmt skrám félagsins, en skrá þarf mætingu fyrir kl 12:00 á fundardegi. Skráning fer fram hér.
Athugið að stjórn og fulltrúaráð þarf ekki að skrá mætingu með þessum hætti.

Nýlegar fréttir