- Fréttir

Í desember s.l. sótti Myndstef um inngöngu í CISAC og var inngangan nýlega samþykkt til bráðabirgðar í 2 ár, eins og venjan er með nýja meðlimi. Eftir þann tíma verður Myndstef fullgildur meðlimur samtakanna.

CISAC (the International Confederation of Societies of Authors and Composers) er stærsta net höfundasamtaka í heiminum. Í CISAC eru 228 meðlimir frá 119 löndum frá öllum sviðum höfundaréttar; sjónlistar, ritlistar, tónlista, leiklistar og hljóð-og myndmiðlun.

CISAC var stofnað árið 1926 og er frjáls félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni með höfuðstöðvar í Frakklandi og svæðisskrifstofur í Afríku, Suður-Ameríku (Chile), Asíu-Kyrrahafi (Kína) og Evrópu (Ungverjaland).

CISAC verndar réttindi og stuðlar að hagsmunabaráttu höfunda um allan heim. Þau gera sameiginlegum stjórnunarstofnunum höfundaréttar kleift að vera fulltrúi höfunda um allan heim og tryggja að þóknanir renni til höfunda fyrir notkun verka þeirra hvar sem er í heiminum.

Þrjú helstu verkefni CISAC er að vera:

  • Alþjóðleg rödd til stefnumótenda og þingfólks, til að efla og vernda réttindi höfunda á öllum sviðum höfundaréttar.
  • Stuðningur við félög höfunda, með viðskiptatækjum og þjónustu.
  • Uppspretta upplýsinga sem veitir þekkingu um kerfi sameiginlegra umsýslustofnana höfundaréttar.

Frekari upplýsingar um CISAC: https://www.cisac.org/

Nýlegar fréttir