- Fréttir

Myndstef á í samstarfi við systursamtök sín á Norðurlöndunum; BONO (Noregur), Bildupphovsrätt (Svíþjóð), VISDA (Danmörk) og KUVASTO (Finnland). Um þetta samstarf eru í gildi sérstakir gagnkvæmnis samningar og reglulega eru haldnir fundir fulltrúa allra samtakanna.

Fimmtudaginn 10. okt fer slíkur sam-norrænn fundur fram í Helsinki. Aðalheiður (framkvæmdastjóri Myndstefs) og Ragnar Th. (formaður stjórnar) munu halda út til fundar og ræða ýmis málefni, m.a. nýja tilskipum Evrópusambandsins og bein áhrif hennar á hugverkarétt í löndum samtakanna.

Vegna þessa fundar er skrifstofa Myndstefs lokuð dagana 9.-11. október. Ávalt er hægt að senda tölvupóst á myndstef@myndstef.is, en erindum verður svarað eins fljótt og hægt er.

Nýlegar fréttir