- Fréttir

Samkvæmt lögum um verslunaratvinnu nr. 28/1998, með síðari breytingum, höfundalögum nr. 73/1972, einnig með síðari breytingum, og reglurgerð 486/2001, getur höfundur átt svokallaðan fylgirétt, en söluaðilum listaverka og listmuna ber að innheimta fylgiréttargjald í tvenns konar tilvikum: 

  • við endursölu listaverka í atvinnuskyni. 
  • við sölu listaverka á uppboðum, hvort sem um ræðir fyrstu sölu eða endursölu. 

Uppboðshaldarar og endursöluaðilar eiga að skila skilagreinum (hvort sem endursala hafi farið fram eða ekki) og eftir atvikum greiða fylgiréttinn til Myndstefs, sem úthlutar þeim til höfunda/höfundarétthafa.

Nú er hægt að skila skilagreinum vegna endursölu listaverka og uppboða rafrænt hér á heimasíðu Myndstefs. Einnig er valmöguleiki á að hlaða upp skilagreinum á öðru formi, í stað þess að fyllt inn í rafrænu formin.

Almennar upplýsingar um fylgirétt er að finna hér.
Frekari upplýsingar og skilagreinar vegna endursölu listaverka er að finna hér.
Frekari upplýsingar og skilagreinar vegna uppboða er að finna hér.

Nýlegar fréttir
Höfundur og rétthafi: Jóhann Heiðar Árnason