- Fréttir

„Photographing the photographer“ eftir naixn

Ljósmyndarar starfa á fjölbreyttan og ólíkan máta, með mismunandi áherslur, sérþekkingu og miðla.
Það eru þó ákveðin atriði sem eiga við alla ljósmyndara, og það er m.a. höfundaréttur. Sá réttur er mikilvægur lögbundinn réttur sem gildir í 70 ár frá andláti höfunda.

Það hefur þótt vantað samráðs-og samstöðuvettvang allra ljósmyndara á Íslandi þar sem hægt er að fjalla um, mynda samstöðu um og berjast fyrir sameiginlegum réttindum og áherslum.
Nú eru fyrirætlanir að reyna að búa til slíkan vettvang, með aðstoð Myndstefs (höfundaréttarsamtökum sjónlistamanna).

Stjórn Myndstefs, í samvinnu við ljósmyndara með einstaklingsaðild, Ljósmyndarafélag Íslands og Félags íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL), boða því til opins samstöðufundar ljósmyndara á Íslandi.
Fundurinn fer fram 18. október í salnum Fenjarými (1. hæð) í Grósku í Vatnsmýrinni (Bjargargötu 1, 102 Reykjavík), og hefst fundurinn kl 17.

Forkonur Ljósmyndarafélagsins og FÍSL munu opna fundinn. Harpa Fönn lögfræðingur Myndstefs, og Aðalheiður Dögg, framkvæmdastýra, munu sjá um fundarstjórn og kynningar. Umræður verða að loknum stuttum erindum. Markmið fundarins er að skoða möguleikann á að skapa samstöðuvettvang allra ljósmyndara á Íslandi, óháð fagfélagi og bakgrunni.

Þau stuttu erindi sem verða kynnt eru:

Af hverju er mikilvægt fyrir ljósmyndara að búa til samstöðuvettvang er varðar höfundaréttindi?:

  • Sameiginleg höfundaréttindi vegna útlána af opinberum bókasöfnum og Hljóðbókasafni Íslands
  • Sameiginleg höfundaréttindi vegna afritunar ljósmyndar
  • Sameiginleg höfundaréttindi vegna ljósritunar í skólum og opinberum stofnunum (Fjölís).
  • Sameiginleg höfundaréttindi vegna eintakagerðar til einkanota (IHM)
  • og 17. gr. gr DSM tilskipunar (fyrirhugaðir samningar við google, facebook, pinterest ofl).
  • Samningamál (18.-20. gr. DSM tilskipunarinnar)
  • Skattamál (fjármagnstekjurskattur)

Léttar veitingar verða í boði. Vinsamlegast staðfestið þátttöku í skráningaformi, hér: https://forms.gle/8TEjHc7XKEVXdU5Y8

Nýlegar fréttir

Skrifstofa Myndstefs er lokuð 5.-19. september

X
Höf: hobvias sudoneighm á www.flickr.com (Creaticve Commons Licence)