- Fréttir

Fimmtudaginn 19. mars s.l. sendi stjórn og skrifstofa Myndstefs frá sér yfirlýsingu til Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis ásamt ráðherrum þeirra; Lilju Alfreðsdóttur, Mennta – og menningarmálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér en með henni var vakin athygli á viðkvæmri stöðu listamanna í ástandinu sem ríkir og einnig var hvatt til aðgerða til þess að sporna gegn verulegu tekjutapi þeirra.

Þann 21. mars tilkynnti Mennta-og menningarmálaráðuneyti ætlanir um að verja viðbótar 750 milljónum kr. í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum til að sporna við efnahagsáhrifum COVID-19 faraldursins. Einnig verða 400 milljónum kr. varið í rannsóknartengd verkefni. Alls er því um ræða 1.150 milljónir kr., sem koma til viðbótar við fjárveitingar í fjárlögum ársins 2020.

Ekki er ljóst enn sem komið er með hvaða hætti þessum peningum verður úthlutað en Myndstef fagnar þó þessum aðgerðum.

Nýlegar fréttir