- Fréttir

Endurskoðandi Myndstefs fer yfir ársreikning. Höfundur ljósmyndar: Guðmundur Viðarsson

Aðalfundur Myndstefs var haldinn 9. júní s.l. Þar var m.a. farið yfir ársreikning og skýrslu stjórnar með endurskoðanda samtakanna, en þau skjöl eru hluti af árlegri gagnsæisskýslu og eru nú aðgengileg á heimasíðu Myndstefs hér.

Á fundinum voru einnig samþykktar breytingar á gjaldskrá Myndstefs. Nýr gjaldliður undir gjaldflokknum „Myndbönd“ var samþykkur og ber hann heitið „Sýning í myndbandi/á skjá í afmörkuðu rými“. Þessa breytingu og gjaldskrá Myndstefs í heild sinni má finna hér.

Myndstef þakkar fundarfólki fyrir góðan og fróðlegan fund og fagnar almennum áhuga á höfundarétti og vitundarvakningu þar um.

 

Nýlegar fréttir