- Fréttir

Fréttin hefur verið uppfærð með staðsetningu fundar.

Aðalfundur Myndstefs fer fram fimmtudaginn 3. júní og hefst stundvíslega kl 17:00. Fundurinn fer fram í SÍM salnum, Hafnarstræti 16.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

  1. Afgreiðsla ársreikninga vegna ársins 2020
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Hagsmunaskrá stjórnenda lögð fram
  4. Tilnefning stjórnar og varamanna
  5. Kosning löggilts endurskoðanda
  6. Umboð til stjórnar um ákvörðun styrkja á vegum Myndstefs
  7. Gjaldskrá Myndstefs
  8. Samþykktir Myndstefs
  9. Samstarfssamningar við aðildarfélög
  10. Önnur mál

Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem eru fullgildir félagar samkvæmt skrám félagsins, en skrá þarf mætingu fyrir kl 12:00 á fundardegi. Skráning fer fram hér.
Athugið að stjórn og fulltrúaráð þarf ekki að skrá mætingu með þessum hætti.

Nýlegar fréttir