Breytingar á verðskrá Myndstefs eru samþykktar á aðalfundi á ári hverju, og verðskrá hefur nú verið uppfærð m.t.t. vísitölubreytinga.
Verðskráin er til viðmiðunar um endurnot eða endurbirtingu á verkum, en ekki vegna frumbirtingar verka.
Á aðalfundi samtakanna þann 13. júní 2023 var kallað eftir endurskoðun á verðskrá Myndstefs.
Myndstef kallar því eftir samráði og ábendingum frá félagsfólki sínu, um það sem betur mætti fara í viðmiðunarverðskrá, og hvernig sé hægt að koma til móts við mismunandi hópa myndhöfunda og sjónlistafólks, sem og notenda. Áætlað er að halda vinnufundi um verðskrá og ítarlegra samráð um verðskránna í haust.
Hægt er að senda ábendingar á netfang samtakanna myndstef (hjá) myndstef.is.
16. júní 2023