Í dag undirritaði Myndstef undir safnasamning við Hönnunarsafn Íslands.
Um er að ræða svokallaðan samningskvaðasamning sem heimilar birtingu á höfundaverðum verkum í safneign á rafrænum miðlum safns og á Sarpi. Að auki fylgir samningurinn aukinni heimild fyrir notkun safneignar í kennslu og til fræðslu.
Nú hafa 11 söfn gert slíka samninga, en fyrst þeirra voru Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið árið 2018.
Við fögnum því að aðgengi almennings að hönnun og arkitektúr aukist með þessum samningi.
Frekari upplýsingar um safnasamninga og lista yfir söfn sem hafa gert slíka samninga er að finna hér.