- Fréttir

Laust er til umsóknar starf framkvæmdastjóra Myndstefs – Myndhöfundasjóðs Íslands. Leitað er að öflugum starfskrafti til þess að leiða starfsemi samtakanna og þau mikilvægu og fjölbreyttu verkefni sem heyra undir samtökin.

Framkvæmdastjóri starfar undir stjórn samtakanna og er áætlað starfshlutfall 80%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknafrestur er út 30. október og sótt er um í gegnum vef alfred.is, hér.

Helstu verkefni og ábyrgð
Daglegur rekstur skrifstofu
Utanumhald um fjármál, innheimtu, úthlutanir og árlega styrkveitingu
Utanumhald og skipulagning funda og viðburða á vegum samtakanna
Samskipti við höfunda og notendur og svara almennum fyrirspurnum
Samvinna og samskipti við innlend og erlend samtök, samstarfsaðila og stjórnsýslu
Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum samtakanna
Umsjón og vinna við gerð og uppsetningu nýs innra kerfis
Aðstoð og samvinna með lögfræðingi samtakanna
Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla á sviði menningar, sjónlistar og/eða höfundaréttar er æskileg
Reynsla af bókhaldi og daglegum rekstri er kostur
Reynsla af umsjón með heimasíðu og/eða samfélagsmiðlum er kostur
Reynsla af stjórnsýslu er kostur
Stjórnunar-og leiðtogafærni, framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland í gegnum netfangið myndstef(at)myndstef.is eða í síma 562-7711.

Nýlegar fréttir