- Fréttir

Í gær, 20. desember, undirrituðu Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands samning við Myndstef um birtingu á safnkosti safnanna á Sarpi.

Um er að ræða tímamótasamning sem opnar á heimild til almennings og skóla til að nota menningararf landsins til kennslu og fræðslu. Von er á að önnur söfn í landinu skrifi undir sams konar samning fljótlega.

Vinnuhópur sem samanstendur af aðilum úr Safnaráði, Myndstef og eintaka söfnum hefur starfað ötullega við gerð þessa samnings. Allir aðilar eru sammála um mikilvægi slíks samnings og að mikilvægt sé að auðvelda aðgengi að menningararfi Íslands með einföldum og löglegum hætti.

Eftirfarandi aðilar undirrituðu samningana:
Lilja Alfreðsdóttir, Mennta-og menningarmálaráðherra, Ragnar Th Sigurðsson, formann Myndstefs, Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands og Margrét Hallgrímsdóttir Þjóðminjavörður.

Eftirfarandi myndir voru teknar við undirritunina í Listasafni Íslands.
©Myndstef

Í bakgrunn þessara ljósmynda sjást m.a. eftirfarandi listaverk:
Ljósmynd án titils (1998) eftir Roni Horn
Verkið ‘ávextir’ (2000) eftir Söru Björnsdóttur
Verk án titils (1993-1995) eftir Eggert Pétursson

Nýlegar fréttir