- Fréttir

Aðalfundur Myndstefs var haldinn þriðjudaginn 28. maí s.l. Á fundinum var farið yfir árlega gagnsæisskýrslu samtakanna, en hún samanstendur af ársreikningi og skýrsla stjórnar. Þessi gögn, ásamt eldri, má nálgast hér á heimasíðunni. Einnig voru nokkrar breytingar á samþykktum og gjaldskrá Myndstefs samþykktar.

Eftir að breyttar samþykktir Myndstefs voru samþykktar á aðalfundi árið 2018 varð breyting á tilnefningu/kosningu stjórnar Myndstefs og einnig fækkaði stjórnarmeðlimum úr 8 (með formanni) í 5 (með formanni). Þessar breytingar tóku formlega gildi á þessum aðalfundi.
Eins og tilgreint er í samþykktum er stjórn Myndstefs nú samsett með eftirfarandi hætti:
SÍM, Hönnunarmiðstöð Íslands og Ljósmyndarafélag Íslands kjósa/tilnefna þrjá stjórnarmenn úr sínum röðum – einn úr röðum ljósmyndara, einn úr SÍM (Sambandi íslenskra myndlistarmanna) og einn meðlim úr Hönnunarmiðstöð. Fulltrúaráð kýs/tilnefnir tvo stjórnarmeðlimi. Stjórn skipar þá 5 stjórnarmenn í heildina. Formaður er kosinn af stjórn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

Eftirfarandi aðilar voru samþykktir í stjórn Myndstefs á aðalfundi og skipa því stjórn næsta árið:
Myndlistarmaður / SÍM
Páll Haukur Björnsson

Ljósmyndari / Ljósmyndarafélagið, með ráðgjöf frá öðrum starfandi ljósmyndurum
Guðmundur Viðarsson

Hönnuður / Hönnunarmiðstöð
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir

Tilnefndur af fulltrúaráði 
Ragnar Th. Sigurðsson

Tilnefndur af fulltrúaráði 
Logi Bjarnason

Myndstef þakkar fráfarandi stjórn fyrir óeigingjarnt og gott starf. Samtökin vona að farsælt samstarf við þau og þeirra félög haldi áfram í framtíðinni.

Á fundinum var tekin fyrir umsókn Blaðaljósmyndarafélags Íslands um aðild að Myndstefi. Félagið telur um ca 50 meðlimi sem eru allir ljósmyndarar eða tökumenn. Umsóknin var samþykkt samhljóða. Því er félagið nú orðið eitt að aðildarfélögum Myndstefs og á sæti í fulltrúaráði. Allir félagsmenn Blaðaljósmyndarafélags Íslands eru nú fullgildir félagar að Myndstefi og geta fengið þá aðstoð sem samtökin veita.
Myndstef býður Blaðaljósmyndarafélagi Íslands og félagsmönnum þess hjartanlega velkomin!

Nýlegar fréttir