- Fréttir

Styrkumsóknarfrestur til Myndstefs lauk á miðnætti 3. september. Metfjöldi umsókna barst þetta árið, eða í heildina 254 umsóknir, þar af 162 umsóknir um verkefnastyrk og 92 umsóknir um ferða-og menntunarstyrk. Yfir 100 fleiri umsóknir bárust í ár en síðasta ár.

Úthlutunarnefnd hefur hefur tekið til starfa, en ljóst er að nefndin eigi mikla vinnu fyrir höndum. Nefndinni er ljóst um að umsækjendur bíða eftir svari og mun eftir fremsta megni vinna hratt en þó örugglega. Óska samtökin þess að umsækjendur sýni einhverja biðlund, öllum umsókækjendum verður svarað þegar niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir.

* Höfundur ljósmyndar með frétt er hobvias sudoneighm. Birt með Creative Commons Licence 2.0.

 

Nýlegar fréttir