- Fréttir

Framhalds aðalfundur Myndstefs var haldinn 12. september og m.a. voru breytingar á samþykktum samtakanna teknar fyrir.

Eftir umræður voru breytingar á samþykktum samþykktar, en þær má sjá hér.

Breytingarnar snúa aðallega að fjölda aðila í stjórn og fulltrúaráði Myndstefs og hvernig þeir aðilar eru kosnir. Komast breytingarnar í gagnið á næsta aðalfundi (í júní 2019) og má þá búast við breytingu á stjórn Myndstefs. Með breytingunum fær fulltrúaráð veigameira hlutverk og kýs/tilnefnir m.a. tvo aðila í stjórn samtakanna. Hvert aðildarfélag tilnefnir einn aðalmann í fulltrúaráð Myndstefs, en aðildarfélög Myndstefs eru:
Arkítektafélag Íslands, Fatahönnunarfélag Íslands, Félag húsgagna og innanhúsarkitekta, Félag leikmynda- og búningahöfunda, Félag íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Félag íslenskra myndlistarmanna, Félag íslenskra samtímaljósmyndara, Félag íslenskra teiknara, Félag vöru- og iðnhönnuða, Grafía, Hönnunarmiðstöð Íslands, Íslensk grafík, Leirlistafélagið, Ljósmyndarafélag Íslands, Myndhöggvarafélagið, Myndlistarfélagið, Samband íslenskra myndlistamanna og Textílfélagið.

Nýlegar fréttir
Höf: hobvias sudoneighm á www.flickr.com (Creaticve Commons Licence)