Ljósmyndamiðstöð Íslands, nýtt heildarfélag fyrir alla ljósmyndara, var stofnað 18. október 2022. Þann 13. febrúar 2023 var haldinn fyrsti aðalfundur félagsins. Á fundinn mættu fjölmargir öflugir ljósmyndarar. Farið var yfir það sem hefur áunnist frá stofnun félagsins og framtíðarsýn um verkefni félagsins. Þá var kosin ný stjórn fyrir félagið en í henni sitja þau Gunnar Freyr Jónsson, Sveinn Speight og Þórdís Jóhannesdóttir.
Myndstef hvetur alla ljósmyndara til þess að skrá sig í félagið og fylgjast vel með, því félaginu er ætlað að bæta hag ljósmyndara og styðja við sameiginlega hagsmuni ljósmyndara, með því að búa til þennan vettvang fyrir sameiginlega hagsmunagæslu.
Myndstef óskar ljósmyndurum til hamingju með þennan áfanga.