- Fréttir

Umsóknarfresti styrkja Myndstefs lauk á miðnætti 17. ágúst. Alls bárust 128 umsóknir um verkefnastyrk og 41 umsókn um ferða-og menntunarstyrk. Sérstök úthlutunarnefnd sér um afgreiðslu styrkbeiðna og ákvörðun styrkveitinga. Í nefndinni sitja þrír aðilar og starfar hver nefnd í tvö ár. Í ár tekur til starfa ný nefnd og eru nefndarmeðlimir tilnefndir af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Ljósmyndarafélagi Íslands og Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík.

Stjórn Myndstefs ákveður heildarfjárhæð styrkja fyrir hverja úthlutun í samráði við löggiltan endurskoðanda samtakanna. Síðastliðin tvö ár hafa verið veittir beinir styrkir til myndhöfunda að heildarfjárhæð 10.250.000 kr., þar af 8.000.000 kr í verkefnastyrki og 2.250.000 kr í ferða-og menntunarstyrki. Nú í ár ákvað stjórn Myndstefs að hækka heildarfjárhæð verkefnastyrkja í 12.750.000 kr og veita þannig í heildina 15.000.000 kr í beina styrki til myndhöfunda. Hækkunin er gerð í ljósi aðstæðna í heiminum sökum heimsfaraldursins og að fordæmi annarra styrktarsjóða sem hafa verið hækkaðir í ár. Hækkunin nær eingöngu til styrkúthlutunnar þetta árið og er ætluð til þess að styðja við bakið á myndhöfundum á þessum fordæmalausum og óljósum tímum.

Nýlegar fréttir