Athygli er vakin á því að þann 1. júlí 2019 mun Einkaleyfastofan breyta um heiti og verða Hugverkastofan. Þann 2. maí 2019 samþykkti Alþingi lög þess efnis.
Nafnbreytingin er í samræmi við markmið Hugverkastefnu fyrir Ísland 2016-2022 og stefnu Einkaleyfastofunnar fyrir árin 2018-2022. Breytingin mun ekki hafa áhrif á hlutverk eða starfsemi stofnunarinnar sem mun að öðru leyti en þessu starfa óbreytt. Heimilisfang, símanúmer og kerfi fyrir notendur og aðra hagsmunaaðila munu ekki breytast.
Fyrir rafræn samskipti verða netföng stofnunarinnar nafn@hugverk.is frá og með 1. júlí 2019, en núverandi netföng nafn@els.is og nafn@einkaleyfastofan.is munu áfram vera virk í nokkra mánuði eftir breytinguna.
Samhliða þessu verður ný heimasíða og rafræn umsóknarkerfi fyrir vörumerki og hönnun tekin í notkun. Önnur rafræn kerfi og samfélagsmiðlareikningar stofnunarinnar verða einnig uppfærðir í takt við nafnbreytinguna. Núverandi lén stofnunarinnar, www.els.is, mun sjálfkrafa vísa notendum á nýtt lén Hugverkastofunnar, www.hugverk.is, frá og með 1. júlí.
Frekari upplýsingar um nafnbreytinguna er hægt að nálgast á: www.els.is/nafnbreyting