- Fréttir

Aðalfundur Myndstefs verður haldinn þriðjudaginn 28. maí kl 17 í The Cinema, Geirsgötu 7b, 101 Reykjavík.

Skráðir félagsmenn Myndstefs hafa rétt á að mæta á aðalfund, en þeir sem eru hvorki í stjórn né fulltrúaráði þurfa að skrá mætingu fyrir kl 12 á fundardegi. Ef vafi leikur á um hvort aðili sé skráður félagsmaður er hægt að hafa samband við skrifstofu Myndstefs á myndstef@myndstef.is eða í síma 562-7711. Opnunartími skrifstofu er milli kl 10 og 14 alla virka daga.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

  1. Afgreiðsla ársreikninga vegna árins 2018
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Hagsmunaskrá stjórnenda lögð fram
  4. Tilnefning stjórnar og varamanna.
  5. Kosning félagslegs skoðunarmanns og löggilts endurskoðanda
  6. Umboð til stjórnar um ákvörðun styrkja á vegum Myndstefs
  7. Samþykktir Myndstefs
  8. Gjaldskrá Myndstefs
  9. Önnur mál
Nýlegar fréttir