Aðalfundur Myndstefs fer fram þriðjudaginn 7. júní og hefst stundvíslega kl 17:00. Fundurinn fer fram í salnum Fenjarými á 1. hæð í Grósku í Vatnsmýrinni (Bjargargata 1, 102 Reykjavík).
Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem eru fullgildir félagar samkvæmt skrám félagsins, en skrá þarf mætingu fyrir kl 12:00 á fundardegi. Skráning fer fram hér.
Athugið að stjórn og fulltrúaráð þarf ekki að skrá mætingu með þessum hætti.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
- Afgreiðsla ársreikninga vegna ársins 2021
- Skýrsla stjórnar
- Hagsmunaskrá stjórnenda lögð fram
- Tilnefning stjórnar og varamanna
- Kosning löggilts endurskoðanda
- Umboð til stjórnar um ákvörðun styrkja á vegum Myndstefs
- Samþykktir Myndstefs
- Gjaldskrá Myndstefs
- Reglur um skipan stjórnar
- Hlutfall endurgjalds Myndstefs vegna innheimtu fylgiréttargjalda
- Niðurstaða gerðardóms IHM
- Önnur mál
Vakin er sérstök athygli á dagskrárlið 10, vegna hlutfalls endurgjalds Myndstefs vegna innheimtu fylgiréttargjalda.
Í dag er hlutfall endurgjalds Myndstefs 20% af allri innheimtu, einnig af fylgiréttargjöldum. Það hlutfall hefur þó lengi ekki náð til þess að greiða rekstrar-og launakostnað samtakanna. Þar af leiðandi hefur myndast skekkja þar sem hærra hlutfall er tekið af annarri innheimtu í staðinn.
Ræða á það á aðalfundi að hækka hlutfall endurgjalds Myndstefs í 25%, sem er hámarkið skv reglugerð um fylgiréttargjöld nr 486/2001, en í 5. gr. hennar stendur: Stjórn Myndhöfundasjóðs Íslands – Myndstefs er heimilt að ákveða hæfilegt endurgjald vegna innheimtu og skila á fylgiréttargjaldi, en þó aldrei hærra en 25% af því fylgiréttargjaldi sem innheimt er.
Erfingjar látinna höfunda og handhafar höfundaréttar hafa ekki sérstakt sæti í fulltrúaráði, en geta sem félagsmenn mætt á aðalfund (sjá upplýsingar varðandi skráningu að ofan). Þar sem þetta málefni varðar sérstaklega þennan hóp vill Myndstef einnig gefa þeim tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri fyrir aðalfund með því að senda þær til skrifstofu Myndstefs. Athugasemdir þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 3. júní, en best er að koma þeim á framfæri skriflega á netfangið myndstef@myndstef.is.