- Fréttir

Aðalfundur Myndstefs fer fram þriðjudaginn 7. júní og hefst stundvíslega kl 17:00. Fundurinn fer fram í salnum Fenjarými á 1. hæð í Grósku í Vatnsmýrinni (Bjargargata 1, 102 Reykjavík).

Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem eru fullgildir félagar samkvæmt skrám félagsins, en skrá þarf mætingu fyrir kl 12:00 á fundardegi. Skráning fer fram hér.
Athugið að stjórn og fulltrúaráð þarf ekki að skrá mætingu með þessum hætti.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

  1. Afgreiðsla ársreikninga vegna ársins 2021
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Hagsmunaskrá stjórnenda lögð fram
  4. Tilnefning stjórnar og varamanna
  5. Kosning löggilts endurskoðanda
  6. Umboð til stjórnar um ákvörðun styrkja á vegum Myndstefs
  7. Samþykktir Myndstefs
  8. Gjaldskrá Myndstefs
  9. Reglur um skipan stjórnar
  10. Hlutfall endurgjalds Myndstefs vegna innheimtu fylgiréttargjalda
  11. Niðurstaða gerðardóms IHM
  12. Önnur mál

 

Vakin er sérstök athygli á dagskrárlið 10, vegna hlutfalls endurgjalds Myndstefs vegna innheimtu fylgiréttargjalda.

Í dag er hlutfall endurgjalds Myndstefs 20% af allri innheimtu, einnig af fylgiréttargjöldum. Það hlutfall hefur þó lengi ekki náð til þess að greiða rekstrar-og launakostnað samtakanna. Þar af leiðandi hefur myndast skekkja þar sem hærra hlutfall er tekið af annarri innheimtu í staðinn.
Ræða á það á aðalfundi að hækka hlutfall endurgjalds Myndstefs í 25%, sem er hámarkið skv reglugerð um fylgiréttargjöld nr 486/2001, en í 5. gr. hennar stendur: Stjórn Myndhöfundasjóðs Íslands – Myndstefs er heimilt að ákveða hæfilegt endurgjald vegna innheimtu og skila á fylgiréttargjaldi, en þó aldrei hærra en 25% af því fylgiréttargjaldi sem innheimt er.

Erfingjar látinna höfunda og handhafar höfundaréttar hafa ekki sérstakt sæti í fulltrúaráði, en geta sem félagsmenn mætt á aðalfund (sjá upplýsingar varðandi skráningu að ofan). Þar sem þetta málefni varðar sérstaklega þennan hóp vill Myndstef einnig gefa þeim tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri fyrir aðalfund með því að senda þær til skrifstofu Myndstefs. Athugasemdir þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 3. júní, en best er að koma þeim á framfæri skriflega á netfangið myndstef@myndstef.is.

Nýlegar fréttir